Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070611 - 20070617, vika 24

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í þessari viku voru staðsettir 700 jarðskjálftar. Um 48% þeirra urðu við Upptyppinga á norðaustur hálendinu. Skjálftarnir sem mældust voru að stærð frá -0,5 til 2,8. Sá stærsti varð kl. 01:38:07, þann 16. júní í Vífilsfelli, ofan Sandskeiðs. Að auki mældust 8 sprengingar eða líklegar sprengingar, við hin ýmsu vinnusvæði um allt land. Sjá línurit af jarðskjálftavirkninni í viku 24.

Suðurland

Í vikunni mældust 10 jarðskjálftar á Suðurlandi og sá stærsti mældist 0,6. Á Reykjanesskaga urðu 9 skjálftar. Sá stærsti mældist 2,8. Á Hengilsvæðinu urðu 14 jarðskjálftar á stærðarbilinu -0,5 til 1,3.

Norðurland

Á Norðurlandi urðu 76 jarðskjálftar og sá stærsti mældist 2,4.

Hálendið

Yfir 340 smáskjálftar mældust við Upptyppinga austan við Öskju. Mesta virknin var á 17 júní þegar tæpilega 123 skjálftar mældust. Virkni á þessu svæði hefur mælst af og til síðan í apríl.

Í viku 24 urðu 7 jarðskjálftar undir Vatnajökli og 3 jarðskjálftar undir Öræfajökli. Skjálftarnir mældust að stærð frá 0,7 til 2,0.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli urðu 13 jarðskjálftar og sá stærsti mældist 2,3. Flestir skjálftarnir urðu við Goðabungu, rétt vestur af Kötluöskjunni.

Matthew J. Roberts og Sigþrúður Ármannsdóttir

Aðstoð veitti Þórunn Skaftadóttir