| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070625 - 20070701, vika 26

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Vikan var rólegri nú en undanfarnar vikur, en þó mældust 216 skjálftar í vikunni.
Helst ber að nefna að 26. Júní var smáskjálftahrina um 10 km SV af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg og mældust 24 skjálftar í hrinunni og svo bættist við einn skjálfti síðar í vikunni. Stærsti skjálftinn í hrinunni var af stærðnni 3,2M.
Nálægt Grímsey mældust 60 skjálftar í vikunni og urðu þeir flestir þann 27. Júní, eða 30 talsins. Stærsti skjálftinn þar var 2,3 af stærð.
Við Upptyppinga mældust 28 skjálftar í vikunni og 3 skjálftar voru við Öskju.
Nánari lýsingu eftir dögum og svæðum má lesa hér að neðan.
Mánudagur, 25. Júlí
19 skjálftar mældust víðsvegar um landið, en flestir skjálftarnir voru við Upptyppinga eða 6 talsins.
Þriðjudagur, 26. Júní
Hrina skjálfta hófst kl. 7:39 um 10 km SV af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Mældust 24 skjálftar þar og voru þeir flestir rúmlega 2 af stærð, en sá stærsti var af stærðinni 3,2M.
Milli kl. 13:27 og 14:25 mældust 9 skjálftar um 20 km NV af Gjögurtá. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu mældist 2,8 að stærð.
Miðvikudagurinn 27. Júní
Virknin hefur verið nokkuð dreifð í dag, en 52 skjálftar mældust þennan daginn.
Mest hefur virknin verið við Grímsey, en þar mældust 30 skjálftar.
Aðeins 3 skjálftar hafa mælst við Upptyppinga í dag.
Fimmtudagurinn 28. Júní
Virknin var með rólegra mótinu, en aðeins 17 skjálftar mældust. Einn skjálfti mældist nú við Upptyppinga, en 2 voru við Öskju.
Föstudagurinn 29. Júní
Nokkuð dreifð virkni, en 31 skjálfti mældist. 3 skjálftar voru við Upptyppinga, 7 skjálftar við Grímsey og 6 skjálftar nálægt Flatey á Skjálfanda.
Laugardagurinn 30. Júní
Frekar rólegur dagur, en 28 skjálftar voru mældir vítt og breytt um landið, en þar af voru 4 skjálftar rétt um 4 km NV af Selfossi og 6 skjálftar voru í Krísuvík.
Sunnudagurinn 1. Júlí
Aðeins 5 skjálftar hafa mælst það sem af er degi og var einn við Öskju og 7 við Upptyppinga. 7 skjálftar mældust nálægt Grímsey.
Einn skjálfti sem kom inn í kerfið hjá okkur kl. 04:22 reyndist vera skjálfti upp á 5,5 í Japan, kl. 04:12 að íslenskum tíma eða kl. 13:12 að staðartíma, en það tekur skjálftabylgjurnar um 10 mínútur að berast þessa leið.
Suðurland
30 skjálftar mældust á Suðurlandi. Dreifðust þeir nokkuð víða um Suðurlandið. 5 þeirra voru rétt við Nesjavelli. 3 skjálftar voru rétt við Bjarnastaði við Þorlákshafnarveg og 6 skjálftar mældust SV í Ingólfsfjalli.
Reykjanesskagi
12 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum og þar af voru 6 í Krísuvík. Skjálftahrina hófst þann 26. Júní, kl. 7:39 um morguninn og var hún um 10 km SV af Geirfugladrangi. Stærsti skjálftinn í hrinunni var af stærðinni 3,2M.
Norðurland
6 smáskjálftar mældust rétt Austur og Norður af Þeistareykjum. 84 skjálftar mældust Norður af landinu, en flestir voru þeir þó um 10 km Norður af Grímsey, eða 48. Um 14 km Austur af Grímsey mældust 9 skjálftar.
27. Júní mældist skjálfti upp á tæpa 3 um 5,8 km VSV af Siglufirði.
Hálendið
Þann 27. Júní mældist skjálfti af stærðinni 2 um 10 km Vestur af Landmannalaugum. Einn skjálfti mældist NV í Hofsjökli og var hann tæpir 2 af stærð. 28. Júní var einn skjálfti upp á 1,2 um 12 km SV af Skjaldbreið.
Í vikunni mældust 14 skjálftar í og við Mýrdalsjökul. Er það heldur meira en mælst hefur undanfarnar vikur í jöklinum, en algengt er að virkni aukist um þetta leiti.
Í Vatnajökli mældust 6 skálftar, en 4 þeirra voru í námunda við Bárðarbungu, einn var við Grímsvötn og einn við Hamarinn.
Við Öskju mældust 3 skjálftar og við Upptyppinga mældust 31 skjálfti í vikunni. Flestir skjálftanna við Upptyppinga hafa verið mjög djúpir eða á um 18 km dýpi, en einnig eru nú farnir að koma fram grynnri skjálftar, en 7 skjálftanna í vikunni voru á 1-7 km dýpi.
Hjörleifur Sveinbjörnsson