Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070702 - 20070708, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 560 skjálftar og 9 líklegar sprengingar.

Suðurland

Aðfaranótt 6. júlí var smáskjálftahrina sunnan við Kotströnd í Ölfusi. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 2 að stærð kl. 03:54.
Nokkrir smáskjálftar voru á Hestvatnssprunginni.

Reykjanesskagi

Fjórir skjálftar áttu upptök á Reykjaneshrygg dagana 2.-4. júlí. Stærsti skjálftinn þar var við Eldey þann 3.7. kl.17:18 með stærðina 2.4.
Jarðskjálftahrina við Grindavík hófst um kl. 23:30 þann 2. júlí. Stærsti skjálftinn varð kl. 23:36, 3,5 að stærð. Hann fannst vel í Grindavík. Um 17 skjálftar mældust í hrinunni sem var að mestu lokið um þrjúleytið aðfaranótt 3. juní.
Fáeinir smáskjálftar voru við Kleifarvatn. Tveir grunnir smáskjálftar voru við Brennisteinsfjöll og tveir smáskjálftar á um 7 km dýpi við Geitafell.

Á Hengilssvæðinu mældust nokkrir skjálftar við Ölkelduháls.

Norðurland

Tveir skjálftahrinur mældust norðan og austan við Grímsey. Einnig mældust skjálftar inn í Öxarfirði.
Skjálftar voru í Eyjafjarðarál og fyrir mynni Eyjafjarðar. Um 5 km NA af Gjögri mældist skjálfti að stærð 2.4 þann 8. júlí kl. 03:51.
Fimm skjálftar mældust við Þeistarreyki í vikunni og einn við Kröflu. Stærstur þeirra var við Þeistarreyki þann 7. júlí kl. 14:39 að stærð 2.3
. Tveir skjálftar voru á Tröllaskaga.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust skjálftar við Grímsvötn, Bárðarbungu og Kverkfjöll. Einnig mældist einn ísskjálfti í Skeiðarárjökli.
Norðaustan við Öskju mældust nokkrir djúpir skjálftar. Flestir skjálftanna í vikunni eða um 350 skjálftar áttu upptök við Upptyppinga. Þeir voru allir á um 15-20 km dýpi og allir minni en 2 að stærð.
Við Kollóttudyngju mældist skjálfti að stærð 2.8 þann 5. júlí kl. 03:34.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 19 skjálftar. Upptök þeirra voru í öskjunni og norðan við hana en einnig við Goðabungu. Stærsti skjálftin var við Goðabungu 8. júlí kl. 14:37 með stærðina 2.3. Satðsetning sumra minni skjálftana er ekki vel ákvörðuð.
Nokkrir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu og eru staðsetningar margra þeirra fremur illa ákvarðaðar.

02. júlí: Einn skjálfti mældist við Geirfugladrang kl. 03:16, stærð 1.5. 20 skjálftar hafa mælst við Upptyppinga. Skjálftar á Grísmeyjarbeltinu. Tveir skjálftar við Þeistareyki og einn skjálfti á Tröllaskaga. Jarðskjálftahrina við Grindavík hófst um kl. 23:30. Stærsti skjálftinn varð kl. 23:36, um 3,5 að stærð. 17 skjálftar við Grindavík. Hrinunni er að mestu lokið um þrjúleytið aðfaranótt 3. juní.
03. júlí:17 eftirskjálftar við Grindavík. 6 skjálftar við Krísuvík. Skjálftar á Reykjaneshrygg. 23 smáskjálftar við Upptyppinga. Einn í Mýrdalsjökli.
04. júlí: Margir smáskjálftar við Upptyppinga. Skjálftar við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg.
05. júlí: Skjálftahrina um 12 km NNA af Grísmey. Skjálfti að stærð 2.6 við Kollóttudyngja. Heldur hefur dregið úrvirkni við Upptyppinga.
06. júlí: Lítil smáskjálftahrina í Ölfusi í nótt. Skjálftahrina hófst aftur við Upptyppinga um kl. 18 og stað fram á næsta dag.
07. júlí: Skjálftahrina við Upptyppinga. Djúpir skjálftar norðan við Öskju. Skjálftar á Þeistareykjum.
08. júlí: Skjálfti að stærð 2.4 kl. 03:51 um 5 km NA af Gjögri. Aframhaldandi skjálftavirkni við Upptyppinga.

Gunnar B. Guðmundsson