Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070716 - 20070722, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 373 skjálftar og 4 sprengingar. Stærstu skjálftarnir voru fjórir, allir 2,7 að stærð. Sá fysti varð á föstudagseftirmiðdag í Tjörnesbrotabeltinu norður af Siglufirði, tveir næstu urðu á föstudagsnótt í skjálftahrinu við Núpshlíðarháls, vestan Krísuvíkur og sá fjórði varð seint á föstudagsnótt við Hamarinn í Vatnajökli. Þrjár skjálftahrinur urðu í vikunni, sú fyrsta aðfararnótt mánudags, frá kl. 3 til kl. 7 um morguninn og mældust þá 38 skjálftar 15 km austan við Grímsey. Næsta hrina hófst á föstudagskvöld kl. 18:30 vestan Krísuvíkur og stóð fram á laugardagseftirmiðdag, þá mældust 58 skjálftar. Seinnt á föstudag skvöld, kl. 11:30 hófst einnig hrina við Upptyppinga, austan Öskju og stóð hún fram á sunnudag. Alls skráðust í henni 100 skjálftar.

Suðurland

Á Suðurlandi var lítil skjálftavirkni, en þar mældust 24 skjálftar á stærðarbilinu -0,3 til 1,3. Stærsti skjálftinn mældist undir Heklu laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesi mældust 72 skjálftar, flestir við Núpshlíðarháls um 4 km vestan Krísuvíkur. Þar hófst skjálftahrina kl. 18:30 á föstudag og stóð hún til kl. 14:30 á laugardag. Á því tímabili mældust 58 skjálftar á stærðarbilinu 0,6 til 2,7.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust 96 skjálftar og um tveir þriðju þeirra í námunda við Grímsey. Um 15 km austan Grímseyjar hófst skjálftahrina kl. 03 aðfararnótt mánudags og stóð til um kl. 07 á mánudagsmorgun. Hrinan framkallaði 39 skjálfta á stæðarbilinu 0,6 -1,7. Um 38 km norðan Grímseyjar mældust 3 skjálftar, 1,5-2 að stærð og 6 skjálftar um 10 km norðan Grímseyjar. Þeir voru 1,2-2,4 að stærð. Þá var einnig nokkur virkni í Öxarfirði, en þar mældust 17 skjálftar á stærðarbilinu 0,3-1,3.

Hálendið

Við Upptyppinga mældust 126 skjálftar á stærðarbilinu 0,2-2,4 og voru þeir nær allir í kringum 16 km dýpi. Kl. 22:30 á föstudagskvöld hófst þarna skjálftahrina sem stóð fram til um kl. 04 á sunnudagsmorgun.

Í Öskju mældust 3 skjálftar á stærðarbilinu 0,9-1,1 og undir Herðubreið mældust aðrir 3 skjálftar á stærðarbilinu 0,6-0,8.

Í og við Vatnajöklul mældust 5 skjálftar, einn við Hamarinn (2,7), tveir í Bárðarbungu (1,7 og 2,0,) einn í Kverkfjöllum (2,3) og einn við Kistufell (1,3).

Við Þeistareyki mældust 5 skjálftar, þeir voru 0,7-1,6 að stærð.

Nokkur virkni var á Torfajökulssvæðinu, og tókst að staðsetja þar 7 skjálfta á stærðabilinu 1,4-2,6. Staðsetningar sumra þeirra eru ekki vel ákvarðaðar.

Undir Sigöldulóni mældust 6 skjálftar á föstudag og laugardag. Þeir voru á stærðarbilinui 1-1,8 og voru allir á um 5 km dýpi.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 18 skjálftar á stæðarbilinu 0,7 til 2,0. Fjórir skjálftar voru í öskjunni, tveir (ónákvæmt staðsettir) í námunda við Kötlujökul og líkleg staðsetning þeirra er í jöklinum. 12 skjálftar voru við Goðabungu.

Kristín S. Vogfjörð