Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070723 - 20070729, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 324 skjálftar auk nokkurra óstaðfestra sprenginga. Skjálfti að stærð 2,6 stig mældist um 90 km austur af landinu og annar af svipaðri stærð 135 km norðan við Grímsey.

Suðurland

Dreifðir smáskjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu og Hengilssvæðinu, lítil hrina varð skammt sunnan við Hrómundartind að kvöldi þriðjudags og fram á miðvikudag. Þar var stærsti skjálftinn 1,7 stig. Þá urðu nokkrir skjálftar í Þrengslunum, sá stærsti þar var 1,4 stig.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálftar mældust við Krísuvík, sá stærsti 1,2 stig að stærð. Um 20 - 30 km SV af Reykjanesi urðu 3 skjálftar, sinn daginn hver að stærð 0,9 - 1,2 stig.

Norðurland

Um 10 km norðan við Flatey mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti 2,4 stig að stærð, og austan við Grímsey var stærsti skjálftinn 1,9 stig. Aðrir skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu voru minni.

Hálendið

160 skjálftar voru staðsettir við Upptyppinga, flestir fyrri hluta vikunnar. Stærstu skjálftarnir voru 1,9 stig og voru flestir á 15 - 17 km dýpi. Í Öræfajökli mældust tveir skjálftar 1,6 og 1,4 stig, og í norðanverðum Vatnajökli urðu nokkrir skjálftar 1,5 stig og minni. Nokkrir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, en þeir voru allir rétt innan við 1 stig að stærð.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir rúmlega 30 skjálftar, flestir í vestanverðum jöklinum, sá stærsti var 2,3 stig, en aðrir 1,4 eða minni.

23. júlí: Staðsettir voru 62 skjálftar við Upptyppinga, annars staðar var rólegt.
24. júlí: 52 skjálftar bættust við undir Upptyppingum og lítil hrina smáskjálfta varð á Hengilssvæðinu. Í Mýrdalsjökli urðu 5 skjálftar, sá stærsti 2,3 stig.
25. júlí: Mesta virknin var sem fyrr við Upptyppinga, þar sem voru staðsettir 44 skjálftar. Skammt norður af Flatey mældist skjálfti 2,4 stig, og annar 1,5 stig við Grímsfjall.
26. júlí: 2 skjálftar mældust undir Öræfajökli, sá stærri 1,6 stig. Nokkrir smáskjálftar voru undir Mýrdalsjökli.
27. júlí: Nokkrir smáskjálftar undir Mýrdalsjökli og stöku skjálftar á víð og dreif.
28. júlí: Nokkrir smáskjálftar undir Mýrdalsjökli og Bárðarbungu. Dreifðir skjálftar fyrir norðan.

Þórunn Skaftadóttir