Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070730 - 20070805, vika 31

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 666 skjálftar, þar af 490 við Upptyppinga. Á miðvikudag hófst hrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og mældust þar 56 skjálftar dagana 1. til 3. ágúst. Stærsti skjálftinn mældist af stærð 3,8 og var það stærsti skjálftinn sem mældist þessa vikuna. Skjálfti af stærð 3 mældist fimmtudaginn 2. ágúst um 40 km norður af Siglufirði.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendi mældust 4 smáskjálftar og 12 skjálftar í Ölfusi. 12 skjálftar til viðbótar mældust á Hellisheiði og við Hengilinn. Stærstu skjálftarnir mældust af stærð 1,4.

Reykjanesskagi

Auk hrinunnar við Fagradalsfjall mældist skjálftar við Reykjanestá og Krísuvík

Norðurland

Norðanlands mældust 32 skjálftar í vikunni. Skjálfti að stærð 3,0 varð á Kolbeinseyjarhrygg fimmtudaginn 2. ágúst 2007. Skjálftinn átti upptök um 40 km norður af Siglufirði og álika vestan við Grímsey. Ekki er vitað til þess að skjálftinn hafi fundist. Nokkrir skjálftar mældust við Þeystareyki og einn við Kröflu auk tveggja skjálfta austur af Húsavík.

Hálendið

Á Torfajökulssvæðinu mældust 5 skjálftar á stærðarbilinu 1,3 til 2,1. Nokkur virkni vat í Vatnajökli, einn skjálfti mældist í Öræfajökli, þrír á Lokahrygg og tveir við Bárðarbungu. Þá mældust tveir skjálftar við Kistufell, einn í Kverkfjöllum og einn austan við Grímsvötn. Mest var virknin þó við Upptyppinga, en þar mældust sem fyrr segir 490 skjálftar auk skjálfta við Mókollastöðina, við Öskju og við Herðubreið.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 21 skjálfti, sá stærsti 2,4.

30. júlí: Rólegur dagur með 20 skjálftum, þar af 8 við Upptyppinga og 3 í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru af stærð 2 og 2,4 undir Goðabungu.
31. júlí: Í dag mældist ein ákafasta hrinan við Upptyppinga með 110 skjálftum á stærðarbilinu 0 til 2,1 og stóð hrinan yfir í um 12 tíma. Auk þess mældust skjálftar norður af Öskju og við Herðubreiðartögl. Einn skjálfti mældist á Lokahrygg í Vatnajökli og einn undir Goðabungu í Mýrdalsjökli
1. ágúst, kl. 2025: Í nótt varð aftur hrina við Upptyppinga og stóð hún yfir í um 2 til 3 tíma með 26 skjálftum á stærðarbilinu 0,5 til 2,2. Auk þess mældust skjálftar austan við Öskju og norðan í Bárðarbungu. Um klukkan hálf eitt hófst hrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Þar mældust 20 skjálftar fram til klukkan að verða þrjú sá stærsti um 3,5 varð um klukkan 12:47.

Steinunn S. Jakobsdóttir, Matthew J. Roberts, Sigþrúður Ármannsdóttir.