Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070806 - 20070812, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 325 skjálftar. Stærsti var 3,1 á Reykjaneshrygg þann 10. ágúst. Flestir skjálftanna urðu við Upptyppinga eða um 150.

Suðurland

Rólegt var á Suðurlandsundirlendinu og mældust einungis 15 skjálftar.
Á Hengilssvæðinu og í Ölfusi mældust 23 smáskjálftar.

Reykjanesskagi

Aðeins mældust 8 skjálftar á Reykjanesskaganum og allir innan við 1,5.
Einn skjálfti mældist á Reykjaneshrygg og var hann 3,1 að stærð og tæplega 100 km. frá landi.

Norðurland

Norðan við land mældust um 60 skjálftar. Mesta virkni var í Öxarfirði þar sem 23 skjálftar mældust.

Hálendið

Um 150 skjálftar mældust við Upptyppinga og voru þeir stærstu um 2 stig.
Undir Vatnajökli mældust 6 skjálftar, 5 norðaustan í Bárðarbungu og 1 undir Lokahrygg.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 27 skjálftar, langflestir undir vestanverðum jöklinum.

6. ágúst Alls mældust 67 skjálftar og þar af 50 við Upptyppinga. Smáhrina varð á því svæði milli kl. 3 og 4 um nóttina. Stærstu skjálftarnir voru 2 að stærð.
7. ágúst. Rólegur dagur og einungis 27 skjálftar sem mældust. Sá sem var stærstur var 1,7 að stærð og varð á Hengilssvæðinu. Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust 15 skjálftar og þar af 8 við Upptyppinga. Stærsti skjálftinn við Upptyppinga var 1,6.
8. ágúst. Mældir skjálftar voru alls 65 og sá stærsti var 1,7 í Mýrdalsjökli. Við Upptyppinga urðu 40 skjálftar og þar af varð helmingurinn í smáhrinu sem stóð frá kl. 15-17. Dýpi skjálftanna á þessu svæði var á bilinu 15-18 km og mældist stærsti skjálftinn 1,5.
9. ágúst. Á landinu öllu mældust 46 skjálftar og var sá stærsti í Mýrdalsjökli laust eftir miðnætti. Hann var 2,1 að stærð. Við Upptyppinga mældust 23 skjálftar og var sá stærsti 1,3 og dýpi skjálftanna svipað og verið hefur. Í Öxarfirði mældust 9 skjálftar og sá stærsti 1,2 að stærð.

Sigþrúður Ármannsdóttir