![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
6. ágúst Alls mældust 67 skjálftar og þar af 50 við Upptyppinga. Smáhrina varð á því svæði milli kl. 3 og 4 um nóttina. Stærstu skjálftarnir voru 2 að stærð.
7. ágúst. Rólegur dagur og einungis 27 skjálftar sem mældust. Sá sem var stærstur var 1,7 að stærð og varð á Hengilssvæðinu. Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust 15 skjálftar og þar af 8 við Upptyppinga. Stærsti skjálftinn við Upptyppinga var 1,6.
8. ágúst. Mældir skjálftar voru alls 65 og sá stærsti var 1,7 í Mýrdalsjökli. Við Upptyppinga urðu 40 skjálftar og þar af varð helmingurinn í smáhrinu sem stóð frá kl. 15-17. Dýpi skjálftanna á þessu svæði var á bilinu 15-18 km og mældist stærsti skjálftinn 1,5.
9. ágúst. Á landinu öllu mældust 46 skjálftar og var sá stærsti í Mýrdalsjökli laust eftir miðnætti. Hann var 2,1 að stærð. Við Upptyppinga mældust 23 skjálftar og var sá stærsti 1,3 og dýpi skjálftanna svipað og verið hefur. Í Öxarfirði mældust 9 skjálftar og sá stærsti 1,2 að stærð.