Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070910 - 20070916, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

199 skjálftar voru staðsettir á og við landið í vikunni auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn var 2,4 stig að stærð, um 5 km vestur af Hveravöllum.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu voru smáskjálftar á víð og dreif, nokkrir í Hestfjalli og suðaustan í Ingólfsfjalli. Í Biskupstungunum varð skjálfti, sem mældist 2,0 stig.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga var mjög rólegt, örfáir smáskjálftar.

Norðurland

Á Norðurlandi urðu engir skjálftar inni á landi, en úti fyrir mældust nokkrir, sá stærsti var 2,3 stig fyrir mynni Eyjafjarðar. Hrina smáskjálfta varð þann 11. í Öxarfirði, 19 skjálftar voru staðsettir þar, sá stærsti var 2,0 stig, en flestir voru á stærðarbilinu 1,0 - 1,5 stig.

Hálendið

Í Vatnajökli voru stærstu skjálftarnir 2,1 stig, annar rétt vestan við Kistufell, en hinn við Hamarinn, en þar mældust nokkrir skjálftar. Skjálfti 1,0 stig að stærð mældist í Hofsjökli og annar 1,2 stig í Langjökli og norðaustan við jökulinn, eða um 5 km vestan við Hveravelli urðu tveir skjálftar 2,4 og 1,7 stig. Við Herðubreið mældust nokkrir smáskjálftar, svo og suðaustan við Upptyppinga, þar sem mjög hefur dregið úr virkninni, sem staðið hefur undanfarna mánuði.

Mýrdalsjökull

Töluverð aukning er í smáskjálftavirkni í vesturhluta Mýrdalsjökuls, en það er árstíðabundin virkni. Nokkrir skjálftanna lentu innan öskjunnar, en flestir vestan hennar. Stærsti skjálftinn var 2,3 stig, en 4 aðrir voru 2 stig eða stærri. Einn skjálfti mældist sunnan Eyjafjallajökuls, 0,9 stig að stærð.

Þórunn Skaftadóttir