Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070917 - 20070923, vika 38

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var með rólegra mótinu, en aðeins 103 skjálftar voru mældir. Helst var virknin fyrir norðan land í 2 hrinum þann 17. September. Var önnur þeirra um 16,8 km NV af Gjögurtá en hin um 11 km SV af Kópaskeri.
Í Mýrdalsjökli mældust 9 skjálftar, þar af 6 við Goðabungu. Einn skjálfti mældist svo rétt SV við jökkulinn og einn skjálfti mældist í vestanverðum Eyjafjallajökli.
Í Vatnajökli mældust 2 skjálftar við Hamarinn, en virknin var þar öllu meiri í vikunni á undan. Við Bárðarbungu mældust 4 skjálftar.
Enginn skjálfti mældist þessa vikuna við Upptyppinga, en 3 skjálftar mældust við Herðubreiðartögl og einn skjálfti rétt norðan við Herðubreið.
Á Suðurlandi og Reykjanesskaga mældust 40 skjálftar og einn til viðbótar út á Reykjaneshrygg.

Virkni eftir dögum
17. September
Smáskjálftahrina hófs um 16,8 km NV af Gjögurtá, kl. 12:20 og stóð yfir til kl. 12:33.
Stærsti skjálftinn í hrinunni var 3,1 Ml að stærð, en alls voru skjálftarnir á þessum tíma 9. Einn skjálfti bættist við þar, síðar um daginn.
kl. 18:27 hófst hrina skjálfta um 11 km SV af Kópaskeri. 16 skjálftar mældust í þessari hrinu og var sá stærsti í hrinunni af stærðinni 2,3 Ml.
18. September.
Mest var virknin í Krísuvík, en þar mældust 7 smáskjálftar, en sá stærsti þar var aðeins af stærðinni 1,0 Ml.
Rólegt var í öðrum landshlutum.
19. September.
Tiltölulega rólegur dagur, en 12 skjálftar mældust á þessum sólarhring.
20. September.
13 skjálftar mældust og voru flestir þeirra í námunda við Hrómundartind, en 5 skjálftanna voru þar.
21. September.
16 skjálftar mældust og var virnin nokkuð dreifð um landið. Stærsti skjálftinn var hann af stærðinni 2,2 Ml, um 8,7 km V af Kópaskeri.
22. September.
Ekki mikil virkni yfir daginn, en 10 skjálftar mældust hér og þar.
23. September.
Mjög lítil virkni var þennan daginn, en aðeins 3 skjálftar mældust.

Hjörleifur Sveinbjörnsson