Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070924 - 20070930, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 145 skjálftar og 6 líklegar sprengingar.

Suðurland

Fáeinir smáskjálftar voru á Holta- og Hestvatnssprungunum.

Reykjanesskagi

Skjálfti að stærð 2.1 átti upptök um 8 km suðvestur af Geirfugladrangi þann 24.9. kl. 16:51.
Tveir smáskjálftar mældust við Fagradalsfjall, fjórir við Krísuvík og einn við Heiðina há á Reykjanesskaga. Þeir voru allir minni en 1.5 að stærð.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 12 skjálftar. Upptök þeirra voru fyrir mynni Eyjafjarðar, í Eyjafjarðarál, austan við Grísmey og inn í Öxarfirði. Þeir voru allir minni 2.2 að stærð.

Þann 25.9. kl. 04:48 mældist skjálfti að stærð 2.4 með upptök á Kolbeinseyjarhrygg, um 145 km norður af Grísmey.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust skjálftar við Bárðarbungu, við Hamarinn og í Kerkfjöllum. Við Bárðarbungu voru 10 skjálftar. Þeir stærstu um 2 að stærð.
Fjórir skjálftar mældust við Hamarinn undir Vatnajökli. Sá stærsti um 2 að stærð.
Við Kverkfjöll mældust 5 skjálftar og voru þeir á stærðarbilinu 0.4-1.4.
Í og við Skeiðarárjökul mældust 12 ísskjálftar að kvöldi þess 27. september og fram á nótt þess 28. september.

Tveir skjálftar mældust við Herðubreið og einn við Kollóttudyngju.
Við Upptyppinga mældust 15 skjálftar á tímabilinu 24.-29. september þar af voru 7 skjálftar þann 26. september. Allir skjálftarnir þar voru á 17-19 km dýpi.

Við norðvestanverðan Hofsjökul mældust 2 skjálftar.

Mýrdalsjökull

Undir vesturhluta Mýrdalsjökuls, við Goðabungu mældust 59 skjálftar. Stærsti skjálftinn þar var 2.4 að stærð þann 27.9. kl. 03:36.
Skjálfti að stærð 1.2 mældist með upptök á Höfðabrekkuheiði.

Á Torfajökulssvæðinu mældist skjiálfti þann 24.9. kl. 10:29, stærð 1.3.

Gunnar B. Guðmundsson