Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071001 - 20071007, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í þessari viku voru staðsettir 116 jarðskjálftar. Um 28% þeirra urðu við Mýrdalsjökul. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni 0 til 3,5. Sá stærsti varð kl. 14:18:36, þann 02. október með upptök um 39 km vestur af Grímsey. Að auki mældust 7 sprengingar eða líklegar sprengingar, við hin ýmsu vinnusvæði um allt land. Sjá línurit af jarðskjálftavirkninni í viku 40.

Suðurland

Í vikunni mældust 9 jarðskjálftar á Suðurlandi og sá stærsti mældist 1,1. Á Reykjanesskaga urðu 6 skjálftar. Sá stærsti mældist 2,0. Á Hengilsvæðinu urðu 6 jarðskjálftar á stærðarbilinu 0,2 til 2,6.

Norðurland

Á Norðurlandi urðu 24 jarðskjálftar og sá stærsti mældist 3,5.

Hálendið

Í viku 40 urðu 29 jarðskjálftar undir Vatnajökli. Skjálftarnir voru af stærðinni 0,7 til 3,3.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli urðu 34 jarðskjálftar og sá stærsti mældist 2,3. Flestir skjálftarnir urðu við Goðabungu, rétt vestur af Kötluöskjunni.

Matthew J. Roberts