Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071105 - 20071111, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Ríflega 200 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Enn mældust skjálftar undir Herðubreiðartöglum og austan Upptyppinga, en hrinur hafa staðið yfir þar síðustu vikur. Þá mældust nokkrir skjálftar í Bárðarbungu, líkt og í síðustu viku. Út vikuna var virkni viðvarandi norðan Langjökuls við Hundavötn. Einn skjálfti mældist á landgrunninu austur af Austfjörðum. Skjálfti, sem varð undir Kleifarvatni á þriðjudagskvöld, fannst í Hafnarfirði.

Suðurland

Fáir og litlir skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendi í vikunni.

Reykjanesskagi

Þriðjudaginn 7. nóvember mældust sextán skjálftar rétt norðan Geitafells. Þeir voru allir litlir, sá stærsti 2.1 að stærð. Þeir urðu flestir á u.þ.b. 7-9 km dýpi. Tveir skjálftar voru staðsettir undir Kleifarvatni í vikunni. Sá stærri (M=2.9) varð um klukkan 22:51 á þriðjudagskvöld 6. nóvember og fannst hann í Hafnarfirði.

Norðurland

Hálendið

Tólf skjálftar mældust við Hundavötn, norðan Langjökuls, í vikunni. Flestir skjálftarnir voru yfir tveimur að stærð, sá stærsti um 3. Tveir skjálftar mældust við Högnhöfða, þar sem hrina hófst í síðustu viku.

Nokkrir skjálftar mældust undir Vatnajökli þessa vikuna. Fjórir skjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu, einn skjálfti (Ml=1,4) varð um 25 km N af Hvannadalshnjúk og einn (líklega ísskjálfti) varð í suðaustanverðum Skeiðarárjökli. Einnig mældust tveir skjálftar 2-2,6 km ASA af Hamrinum (nærri vesturjaðri jökulsins) og einn skjálfti 19 km SV af Grímsfjalli.

Um 25 skjálftar mældust við Upptyppinga þessa vikuna en talsverð aukin virkni hefur mælst þar síðan í sumar. Flestir skjálftarnir voru staðsettir á 14-17 km dýpi. Við vestanverð Herðubreiðartögl mældust líka um 25 skálftar en hrina hefur staðið þar yfir síðustu vikurnar.

Mýrdalsjökull

Tuttugu og þrír skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli, allir undir vestanverðum jöklinum. Sá stærsti var um 2.8 að stærð en 16 skjálftar voru með M_lw > = 2. Að auki var einn skjálfti staðsettur undir austanverðum Eyjafjallajökli.

Sigurlaug Hjaltadóttir