| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20071203 - 20071209, vika 49

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru 580 skjálftar staðsettir. Mesta virknin var austan við Upptyppinga, en skjálftahrina hófst þar á föstudagskvöldinu 7. desember.
Reykjaneshryggur og Reykjanesskagi
Einn skjálfti mældist út á hrygg við Geifugladranga. Á Reykjanesskaga mældust 9 skjálftar, allir smáir og dreifðir.
Suðurland
Hátt í 30 smáskjálftar mældust á Hengilssvæðinu.
Fáir skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu.
Undir Mýrdalsjökli mældust 13 skjálftar, flestir vestan við Goðabungu.
Fjórir smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.
Á föstudaginn 7. desember varð smáhrina suðaustan við Hjörleifshöfða. Tíu skjálftar voru staðsettir á 23-24 km dýpí frá kl. 7:30-11:30. Þeir voru á stærðarbilinu 0,7 til 1,6 stig.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust 27 skjálftar. Suðaustan við Hamarinn mældust 13 skjálftar, sá stærsti 2,2 stig. Norðaustan í Bárðarbungu mældust 7 skjálftar, sá stærsti 1,9 stig. Þrír skjálftar mældust við Kistufell, 0,9 - 2,0 stig, og tveir við Kverkfjöll, 0,9 og 1,0 stig. Einn skjálfti mældist suðaustan við Grímsvötn.
Suðaustan við Herðubreið, austan Upptyppinga, hófst skjálftahrina um kl. 22:30 á föstudagskvöldinu. Um helgina voru staðsettir 433 skjálftar á svæðinu, en hrinan hélt áfram næstu daga. Skjálftarnir voru allir smáir, flestir innan við 1 stig, og voru á 13 - 16 km dýpi. Um 20 smáskjálftar í viðbót mældust á svæðinu, við Herðubreiðartögl, Herðubreið og Öskju.
Norðurland
Aðeins 18 skjálftar mældust á Norðurlandi.
Við Jan Mayen varð skjálfti 5,1 stig 6. desember.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir