Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071210 - 20071216, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru tæplega 1400 jarðskjálftar staðsettir auk einnar sprengingar og tveggja ætlaðra sprenginga. Mesta virknin var við Upptyppinga en þar voru staðsettir 1210 skjálftar. Smáhrina varð í vikulokin austan Grímseyjar.

Suðurland

Nítján skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, Ölfusi og Suðurlandi. Sá stærsti var 1,7 stig í Ölfusi.

Reykjanesskagi

Þrír skjálftar mældust austan Grindavíkur og tveir við Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn var 1,5 stig.

Norðurland

Fimmtíu og átta skjálftar mældust á Norðurlandi. Þar af voru 30 í smáhrinu sem stóð yfir á laugar- og sunnudag, austan Grímseyjar og var stærsti skjálftinn 2,8 stig á laugardag. Einn skjálfti varð rúmlega 240 km NA af Kópaskeri þ. 16. desember og var hann 3,5 stig.

Hálendið

Hrinan sem hófst austan Upptyppinga föstudagskvöldið 14. desember hélt áfram og voru 1210 skjálftar staðsettir í vikunni. Þeir voru allir litlir. Heldur dró úr virkninni þegar líða fór á vikuna. Þrír skjálftar urðu við Öskju og var sá stærsti 1,5 stig.
Undir Vatnajökli mældust 28 skjálftar. Þeir urðu á svæðinu frá Grímsvötnum og Hamrinum í suðri og norður í Kistufell en þar mældust 15 skjálftar og var sá stærsti 2,7 stig.
Þrír skjálftar mældust við Langjökul. Tveir við Hundavötn og var sá stærri rétt tæplega 2 stig og einn milli Þóris- og Geitlandsjökuls og var hann 1. stig.

Mýrdalsjökull

Tíu skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Flestir voru vestan Goðabungu og sá stærtsti um 2 stig. Fimm skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu og var sá stærsti 1,3 stig.
Á vefsetri Loftmynda má sjá mynd þar sem jarðskjálftar við Upptyppinga dagana 9. og 10. desember eru teiknaðar ofan á þrívíddarmynd.

Sigþrúður Ármannsdóttir