Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080107 - 20080113, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 246 skjálftar og nokkrar sprengingar. Smá hrina varð við Reykjanestá í byrjun vikunnar og var stærsti skjálftinn um 3 að stærð. Hrina mældist í Öxarfirði um miðbik vikunnar, þar var stærsti skjálftinn líka um 3. Ekki mældust stærri skjálftar þessa vikuna.

Reykjanesskagi

Austur af Reykjanestá mældust 46 skjálftar, flestir á mánudag og þriðjudag og svo aftur á fimmtudag og föstudag. Smá virkni var einnig við Kleifarvatn á mánudag og mældust þar 7 skjálftar. Nokkrir smáskjálftar mældust nyrst í Brennisteinsfjöllum og við Heiðina háu.

Suðurland

Smáskjálftar mældust á víð og dreif um Suðurlandundirlendið og á Hellisheiði. Enginn skjálftanna náði stærðinni 2.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 93 skjálftar, langflestir í hrinunni í Öxarfirði og austur af Grímsey á fimmtudag og föstudag. Auk þess mældust nokkrir skjálftar við Flatey og norður af Siglufirði.

Hálendið

Skjálfti að stærð 1 mældist í Langjökli. Nokkrir skjálftar mældust við Torfajökul. Undir norðvestanverðum Vatnajökli mældust 11 skjálftar í vikunni. Mest var virknin á Lokahrygg, en þar mældust 6 skjáftar við Hamarinn, þeir stærstu um 2,5. Dreifð virkni var á hálendinu norður af Vatnajökli. Við Álftadalsdyngju (Upptyppinga) mældust 5 skjálftar, 2 skjálftar norður af Herðubreið, 2 í Dyngjufjöllum, skjálfti við Hrútshálsa, norður af Öskju, auk skjálfta vestan Dyngjufjalla ytri og vestan Herðubreiðartagla. Einn skjálfti mældist í Leirhnjúkshrauni við Kröflu.

Mýrdalsjökull

15 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, þar af einn að stærð yfir 2 (2,2), en flestir voru skjálftarnir minni en 1.

Steinunn S. Jakobsdóttir