Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080121 - 20080127, vika 04

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

177 skjálftar mældust í vikunni. Tiltölulega rólegt var á flestum svæðum á landinu, nema við Grindavík, en þar mældust 58 skjálftar. Flestir urðu þeir þann 23. janúar, eða 51 og voru 2 þeirra af stærðinni 4.Hér eru línurit yfir virknina við Grindavík (þarf oft að endurglæða þessa síðu ef myndirnar láta á sér standa ("refresh")).

Í Vatnajökli voru 14 skjálftar. Í Álftadalsdyngju mældust 9 skjálftar.
2 skjálftar voru suðaustur af landinu og mældist sá stærri 3,2 Ml.
1 skjálfti mældist í Þórisjökli og 3 í Mýrdalsjökli.
Virkni vikunnar eftir dögum má lesa hér fyrir neðan. Einnig vil ég benda á að hægt er að skoða skjálftagögn með Google Earth og Google Maps á þessari síðu hér: Skjálftar fyrir Google Earth.

Mánudagur, 21. janúar.
14 skjálftar mældust.
Þriðjudagur, 22. janúar
24 skjálftar hafa mælst það sem af er degi, þar af 6 skjálftar við Grindavík og 4 í Álftadalsdyngju (rétt austan við Upptyppinga)
Miðvikudagur, 23. janúar
61 skjálfti mældist. Jarðskjálftahrina rétt norðaustan við Grindavík hófst kl. 1:42. Tveir stærstu skjálftarnir eru af stærðinni 4. 51 skjálfti mældist við Grindavík á sólarhringnum.
Hér eru línurit yfir virknina við Grindavík.
Fimmtudagur, 24. janúar
14 skjálftar mældust. Aðeins einn lítill skjálfti mældist við Grindavík í dag.
Föstudagur, 25. janúar
15 skjálftar mældust.
Laugardagur, 26. janúar
13 skjálftar mældust.
Sunnudagur, 27. janúar, kl. 10:00
7 skjálftar mældust.

Hjörleifur Sveinbjörnsson