Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080225 - 20080302, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var tiltölulega róleg fram eftir vikunni, en aðfaranótt sunnudagsins hófst hrina í Álftadalsdyngju, nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Mánudagur, 25. febrúar.
17 skjálftar mældust víða um land.
Þriðjudagur, 26. febrúar.
19 skjálftar mældust.
Miðvikudagur, 27. febrúar
28 skjálftar mældust og voru 17 þeirra í Álftadalsdyngju.
Fimmtudagur, 28. febrúar
21 skjálfti mældist, þar af 6 í Álftadalsdyngju og 4 í Krísuvík.
Föstudagur, 29. febrúar
35 skjálftar hafa mælst í dag, þar af 19 í Álftadalsdyngju.
Laugardarur, 1. mars
31 skjálfti mældist. 11 í Álftadalsdyngju.
Sunnudagur, 2. mars
Skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og höfðu mælst um 70 skjálftar á hádegi, en svo jókst hún til muna og á miðnætti höfðu mælst um 1000 skjálftar í hrinunni. Enn er verið að vinna úr þessum skjálftum og mun skjálftalistinn hér verða uppfærður í samræmi við þá vinnu.
Hér er skjálftalínurit, sem sýnir virknina á þessu svæði síðustu 2 dagana.
Skjálftarnir eru líklegast af völdum kvikuhreyfinga djúpt í jörðu, en ekki hefur orðið vart við neinn gosóróa á svæðinu. Allir skjálftarnir hafa verið mjög litlir, en lang flestir eru undir stærðinni 1 á Richter.

Hjörleifur Sveinbjörnsson