| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20080512 - 20080518, vika 20

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni var talsverð virkni, víða um land. Alls voru staðsettir 370 jarðskjálftar og 8
atburðir sem líklega eru sprengingar. Þrír skjálftar mældust yfir 3 að stærð,
á mánudag í norðanverðri Bárðarbungur, á laugardag vestan við
Flatey á Skjálfanda og aðfaranótt sunnudags undir vesturhorni Kleifarvatns.
Suðurland
Einn djúpur skjálfti mældist skammt norðan við Heimaey.
Reykjanesskagi
Klukkan 00:04 aðfaranótt sunnudags hófst hrina jarðskjálfta undir vesturenda Kleifarvatns.
Stærsti skjálftinn, 3.0 að stærð, varð klukkan 00:45, hann fannst í Hafnarfirði og
annarsstaðar á Höfuðborgarsvæðinu. Aðrir skjálftar í hrinunni voru M1.0 eða minni.
Klukkan 11:00 á sunnudag höfðu 66 skjálftar verið staðsettir í þessari hrinu.
Sjö jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, um 10 km SV af Geirfugladrangi.
Norðurland
Jarðskjálfti, 3.1 að stærð varð við minni Hvalvatnsfjarðar, 8 km vestur af Flatey á Skjálfanda.
klukkan 9:04 á laugardag. Á næstu tveimur klukkustundum mældust þar 6 eftirskjálftar,
sá stærsti 2.3 að stærð.
Tæplega 60 skjálftar mældust í vikunni
við vesturenda Húsavíkur-Flateyjar misgengisins, 26 km norður
af Siglufirði, og 10 til viðbótar skammt þar fyrir norðan, í vesturbarmi Eyjafjarðaráls.
Fjórir skjálftar mældust skammt sunnan við Þeystareyki og tveir nærri Bjarnaflagi í
Mývatnssveit.
Hálendið
Klukkan 13:38 á mánudag varð skjálfti, 3.6 að stærð skammt norðan við öskjuna í
Bárðarbungu. Þetta var upphafið af talsverðri hrinu, það sem eftir var vikunnar mældust þarna
tæplega 60 skjálftar, stærri en 1.0.
Fimm skjálftar voru staðsettir undir Skálpanesi, í SA jaðri Langjökuls.
Engir djúpir skjálftar mældust við Upptyppinga og Álftadalsdyngju í vikunni en nokkur
dreifð virkni var á svæðinu milli Öskju og Herðubreiðar. Á fimmtudag mældust 4 skjálftar
norðarlega í Herðubreiðarfjöllum.
Mýrdalsjökull
Fimm skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, þar af einn við Goðabungu.
Einar Kjartansson