Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080526 - 20080601, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Mánudagur 26. maí kl. 17:00: Klukkan 11:58 varð skjálfti af stærðinni 2,3 í Axarfirði. Örfáir smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Nokkrir skjálftar mælast enn við Þórisjökul eftir hrinuna í síðustu viku. Annars meinhægt.
Þriðjudagur 27. maí kl. 17:00: Allt með kyrrum kjörum. Enn nokkrir smáskjálftar á Axarfirði.
Fimmtudagur 29. maí kl. 15:12: Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð undir vesturhlíðum Ingólfsfjalls klukkan 14:41 í dag. Á annan tug eftirskjálfta hafa mælst á svæðinu.

Suðurland

Á meðfylgjandi mynd eru sýnd upptök skjálftanna í Ölfusi. Bláir hringir eru skjálftar þann 29.5., fjólubláir þann 30.05. og rauðir í dag þann 31.5. fram til kl. 17. Á myndina eru teiknuð áætluð brotalengd meginskjálftans með gráu breiðu striki. Áætluð brotalengd meginskjálftans þann 29.5. kl. 15:45 sem var að stærð 6.3 er um 14 km. Hreyfingin um misgengið er hægrihandar sniðgengishreyfing þannig að bakkinn vestan megin við misgengið fer til norðurs en bakkinn austan megin til suðurs. Pílurnar sýna þessa hreyfingarstefnu. Þetta er í samræmi við Suðurlandsskjálfta. Stóri svarti hringurinn sýnir upptök stóra skjálfans. Litli hringurinn við suðvesturhorn Ingólfsfjalls sýnir upptök skjálftans sem setti stóra skjálftann í gang. Eftirskjálftavirknin suðvestan og norðaustan við meginmisgengið er í samræmi við útreiknaðar spennubreytingar vegna meginskjálfans.

Reykjanesskagi

Norðurland

Hálendið

Mýrdalsjökull

Halldór Geirsson