Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080602 - 20080608, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan einkenndist af eftirskjálftavirkni eftir Suðurlandsskjálftann í Ölfusi/Flóa vikuna á undan. Yfir 6400 skjálftar voru staðsettir sjálfvirkt í vikunni, búið er að yfirfara um 900 staðsetningar núna um miðjan júní. Alls mældust 18 skjálftar af stærð um eða yfir 3.

Suðurland

Smá hrina varð aðfaranótt laugardags um 6 km austur af Selfossi. Auk þess urðu skjálftar á sprungum Suðurlandsskjálftanna frá árinu 2000, einn í Hestfjalli og 3 á Holtasprungunni. Eins urðu 2 skjálftar austan Ytri-Rangár.

Reykjanesskagi

Nokkuð rólegt var á Reykjanesskaga miðað við fyrstu dagana eftir stóra skjálftann. Þó mældust nokkrir skjálftar við Kleifarvatn og skjálfti við Fagradalsfjall. Eins mældust skjálftar í Bláfjöllum.

Norðurland

30 skjálftar mældust í Tjörnesbrotabeltinu, úti fyrir norðurlandi. Enginn þeirra náði stærðinni 2. Skjálftar mældust einnig við Þeistareyki og Gjástykki.

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust seinni part vikunnar norður af Upptyppingum. Þeir eru á 6-8 km dýpi og eru ekki á sama svæði og kennt hefur verið við Upptyppinga heldur á svæði austan Herðubreiðartagla, þar sem skjálftar eru algengari. Í norðanverðri Bárðarbungu mældust 3 skjálftar af stærð um 2 auk skjálfta af svipaðri stærð á Lokahrygg og við Grímsvötn. Einn skjálfti mældist með staðsetningu við Breiðamerkurjökul. Einn skjálfti mældist við Torfajökul og annar við Skálpanes austan í Langjökli.

Mýrdalsjökull

Einn skjálfti mældist í Kötluöskjunni og 8 við Goðabungu. Sá stærsti var af stærð um 2.

Steinunn S. Jakobsdóttir