Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080721 - 20080727, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

21.jul.2008 kl. 17:05: Enn mælast nokkrir tugir eftirskjálfta á degi hverjum í Ölfusi. Annars meinhægt.
22.jul.2008 kl. 17:00: Tveir smáskjálftar við Þeistareyki, annars tíðindalaust.
23.jul.2008 kl. 17:00: kl. 08:17 varð skjálfti af stærðinni 3,7 í Axarfirði og fannst sá skjálfti Kópaskeri. Fáir eftirskjálftar fylgdu þessum skjálfta, en rétt fyrir kl. 12 hófst jarðskjálftahrina um 40 kílómetra til NV, um 16 km austan við Grímsey. Hrinan var nokkuð öflug og kl. 12:36:50 varð skjálfti af stærðinni 4,1. Eftir það hægðist nokkuð um, en milli 13:10 og 13:20 kom öflug hrina á sama stað og mældist stærsti skjálftinn um 4,3 á Richter. Nú hafa alls mælst um 130 skjálftar austan við Grímsey í dag. Jarðskjálftahrinur á þessum slóðum eru nokkuð tíðar og engar sérstakar vísbendingar eru um að stærri skjálftar séu í aðsigi á svæðinu í nánustu framtíð. Þá var jarðskjálftahrina úti á Reykjaneshrygg milli kl. 01 og 01:30 í nótt.
23.jul.2008 kl. 21:45: Enn skelfur við Grímsey. Klukkan 18:35 varð skjálfti af stærðinni 4,7 og klukkan 20:42 varð skjálfti af stærðinni 4,8. Yfir 300 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Til gamans má skoða hér svokallað óróarit frá jarðskjálftastöðinni í Grímsey.Skjálftinn í Öxarfirði kl. 08:17 sést vel og líka þær jarskjálftahrinur sem hafa verið í dag. Hér má einnig skoða jarðskjálftalínurit frá skjálftanum klukkan 18:35.
24.jul.2008 kl. 10:35: Jarðskjálftavirknin heldur áfram austan við Grímsey þó svo að nokkuð hafi dregið úr virkninni. Virknin hefur verið nokkuð hviðótt í nótt, sem sést til dæmis á óróariti frá Grímsey. Stærstu skjálftarnir í nótt hafa verið um 3 að stærð. Reikna má með að virknin haldi áfram a.m.k. næstu daga. Hér má skoða reglulega uppfærð línurit af tímaþróun jarðskjálftavikni úti fyrir Norðurlandi í júlí.
Þá mældist jarðskjálfti, um 2 að stærð undir Mýrdalsjökli í grennd við Austmannsbungu. Ekki hafa fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið.
25.jul.2008 kl. 11:45: Það dregur hægt og rólega úr virkninni fyrir norðan. Um 100 skjálftar mældust í nótt, þeir stærstu í nótt voru tæplega 3 að stærð og virknin er enn bundin við sama svæði. Annars meinhægt.
26.jul.2008 kl. 11:30: Mjög hefur dregið úr virkninni við Grímsey síðasta sólarhring. Enn er nokkuð af eftirskjálftum í Ölfusi. Annars tíðindalaust.
27.jul.2008 kl. 15:35: Jarðskjálftavirkni við Grímsey hefur aukist lítið eitt síðan í gærkvöldi. Virknin er nú bæði þar sem hún var áður í vikunni, um 15 km A við Grímsey og einnig um 15 N norður af Grímsey. Klukkan 23:16 í gærkvöldi varð jarðskjálfti af stærðinni 2,6 um 15 km norður af Grímsey.

Suðurland

Reykjanesskagi

Norðurland

Hálendið

Mýrdalsjökull

Halldór Geirsson