Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20081117 - 20081123, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa vikuna voru 259 jarðskjálftar staðsettir og 5 ætlaðar sprengingar. Enn mælist stór hluti virkninnar á Suðurlandi á syðri hluta Krosssprungunnar en nokkur virkni mældist einnig í Öxarfirði og um 40 km norður af Siglufirði þar sem stærstu skjálftar vikunnar urðu á á laugardag og sunnudag, rétt rúmlega þrír að stærð.

Suðurland

Flestir skjálftar á Suðurlandi urðu á syðri hluta Krosssprungunnar en allnokkrir skjálftar mældust einnig austan Bjarnastaða í Hjallahverfi (vestan Ölfusár) og mynda þar þrjár þyrpingar. Fáeinir skjálftar mældust einnig dreift yfir Suðurlandsbrota- beltið, allt frá Ingólfsfjalli austur að Þjórsá.

Reykjanesskagi

Líkt og í síðustu viku mældust í byrjun vikunnar nokkrir skjálftar úti fyrir Reykjanesi, annars vegar 8-9 km VSV af Geirfugladrangi og hins vegar 4-5 km ASA af Reykjanestá. Stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga varð annars á sprungu sem liggur undir suðurhluta Kleifarvatns, hann varð um ML=2,4 að stærð og nokrir minni skjálftar urðu einnig á sömu sprungu

Norðurland

Tveir stærstu skjálftar vikunnar urðu úti fyrir Norðurlandi, laugardaginn 22. nóvember um 40 km norður af Sigló að stærð ML=3,2, og á sunnudeginum í Öxarfirði að stærð ML=3,1.

Hálendið

Enn mælast skjálftar undir Hlaupfelli, norðan Upptyppinga (dýpi h.u.b. 6-7,5 km) og í nágrenni Bárðarbungu í vestanverðum og norðvestanverðum Vatnajökli en þó virðist hafa dregið úr virkni þar ef miðað er við undanfarnar vikur.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru 19 skjálftar staðsettir, meirihluti þeirra undir vesturjaðri jökulsins. Stærsti skjálfinn var um 2,5 að stærð og 10 aðrir náðu stærðinni tveimur.

Sigurlaug Hjaltadóttir