| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20090105 - 20090111, vika 02

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 291 atburður, þar af á annan tug framkvæmdasprenginga víða um landið.
Tveir stærstu skjálftarnir voru þann 5. janúar og voru tæplega 3 að stærð: í Mýrdalsjökli og undir
Dyngjuhálsi norðan Bárðabungu.
Suðurland
Fáir og smáir skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Enn er eftirskjálftavirkni á þeim
svæðum sem hreyfðust í maí síðastliðnum, við Ingólfsfjall og í Ölfusi og mun væntanlega verða svo
út árið a.m.k. Einn smáskjálfti var staðsettur í Vatnafjöllum (sunnan Heklu)
Reykjanesskagi
30 skjálftar, allir minni en 1,5, voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni. Flestir voru þeir við
sunnanvert Kleifarvatn og höfðu óvenju breiða dreifingu í tíma og rúmi.
Norðurland
Eins var rólegt úti fyrir Norðurlandi, stærstu skjálftarnir þar voru 2,4 að stærð og virkni var dreifð.
Nokkrir smáskjálftar mældust við Kröflu sem oft áður.
Hálendið
Mánudaginn 5. janúar varð skjálfti af stærðinni 2,9 um 5 km NV af Kistufelli norðan Bárðabungu. Fáir
skjálftar fylgdu í kjölfarið, en skjálftar af þessari stærð eru algengir á þessum slóðum. Allnokkrir
skjálftar mældust víða í norðvestanverðum Vatnajökli og voru þeir flestir smáir.
Yfir 40 ísskjálftar voru staðsettir í Skeiðarárjökli dagana 8. og 9. janúar. Algengt er að
vatnsgangur valdi óróa (titringi) og ísskjálftum í jöklinum. Hér má skoða óróarit
frá jarðskjálftamælunum á Grímsfjalli og Kálfafelli.
Fyrri part vikunnar voru staðsettir um 40 skjálftar skammt sunnan Herðubreiðar, sá stærsti 2,3 að stærð.
Skjálftavirkni hélt einnig áfram við Hlaupfell norðan Upptyppinga og í grennd við Öskju, en sú virkni var róleg.
Mýrdalsjökull
10 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli. Mánudaginn 5. janúar kl. 19:04 varð skjálfti af stærðinni 2,7
norðan Hábungu, á svipuðum slóðum og talið er að gosið hafi árið 1918. Frekar sjaldgæft er að fá skjálfta af
þessari stærð á þessum slóðum og þarf að leita aftur til ársins 2001 til að finna jafnstóran skjálfta á svipuðum
slóðum (innan 5x5 km kassa utan um skjálftann 5. janúar). Það eru þó ekki auknar líkur á umbrotum, því það er eðlilegt að stakur
skjálfti af þessari stærð verði af og til í eldstöðinni.
Gangur vikunnar frá degi til dags.
Halldór Geirsson