Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090112 - 20090118, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 362 jarðskjálftar og 14 sprengingar eða líklegar sprengingar.

Suðurland

Um 60 jarðskjálftar voru á Suðurlandi, flestir þeirra með upptök á Kross-sprungunni í Ölfusi. Þeir voru allir minni en 1 að stærð.

Reykjanesskagi

Tæplega 50 jarðskjálftar átti upptök á Reykjanesskaganum. Nær allir þeirra voru með upptök við Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn þar varð þann 15. janúar kl. 02:43, 2,2 að stærð.
Þann 14. janúar kl. 05:06 varð skjálfti að stærð 2 með upptök um 8 km vestsuðsvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Tæplega 30 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi. Upptök þeirra voru úti fyrir mynni Eyjafjarðar, norður og austan við Grímsey og í Öxarfirði. Stærstu skjálftarnir voru norður af Grímsey um 2,6 stig að stærð.
Skjálfti að stærð 2,7 átti upptök á Kolbeinseyjarhrygg um 180 km norður af Kolbeinsey þann 13. janúar.
Fjórir jarðskjálftar áttu upptök um 3 km norðvestur af Þeistareykjum. Sá stærsti 1.6 að stærð.

Hálendið

Tæplega 10 jarðskjálftar mældust með upptök undir Vatnajökli. Upptök þeirra voru á Lokahrygg og norður af Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn var 1,6 að stærð.
Þann 15. og 16. janúar mældust 2 skjálftar með upptök um 14 km suðvestur af Hveravöllum. Þeir voru 1,2 og 1,6 að stærð.
Tæplega 170 jarðskjálftar mældust sunnan við Herðubreið. Flestir þeirra var í hrinu sem hófst upp úr hádegi laugardaginn 17. janúar og stóð fram eftir sunnudeginum. Stærsti skjálftinn varð þann 17. janúar kl. 19:16 að stærð 2,7.
Einnig áttu skjálftar upptök við Öskju og Hlaupfell í vikunni.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 5 jarðskjálftar þar af voru 3 innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn var um 1 stig.

Gunnar B. Guðmundsson