| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20090119 - 20090125, vika 04

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
239 atburðir (skjálftar og sprengingar) hafa verið staðsettir 19.-25. janúar.
Suðurland
Flestir skjálftarnir á Suðurlandi urðu á Kross-sprungunni, en einnig á Hjallahverfi og á Hengilssvæði. Fáeinir skjálftar mældust
í Ingólfsfjalli, tveir á Hestvatnssprungu (frá 21. júní 2000) og tveir rétt austan Holtasrpungunnar (frá 17. júní 2000).
Þá mældist einn grunnur skjálfti að stærð 0,9 undir Heklu snemma morguns 21. janúar, en ekki varð vart við frekari virkni
þar þessa vikuna.
Reykjanesskagi
Enn var nokkuð um virkni undir Kleifarvatni og allt austur að Núpshlíðarhálsi en óvenju mikil smáskjálftavirkni hefur mælst
á þessu svæði það sem af er þessu ári. (vika 1)
Norðurland
Smáhrina 11 skjálfta varð N af Grímsey 19. -20. janúar.
Hálendið
Þrír skjálftar mældust 12-13 km SV af Hveravöllum og 7 skjálftar á stærðarbilinu 1,7-2,8 voru einnig staðsettir undir
vestanverðum Geitlandsjökli 21.-22. janúar. Síðasta hrina á þessu svæði varð í maí á síðasta ári, þá í sunnanverðum Þórisjökli.
Enn mælast litlir (ML 0,2-1) skjálftar undir Hlaupfelli (norðan Upptyppinga) og
líkt og í síðustu viku mældust margir litlir og grunnir (3-5 km dýpi)
skjálftar rétt sunnan Herðubreiðar. Einn grunnur skjálfti mældist undir Öskjuvatni og annar lítill (5-6 km dýpi) NV öskjunnar.
Sex skjálftar voru staðsettir í NA-hlíðum Bárðarbungu, tveir til viðbótar nærri Kistufelli (við jökuljaðarinn), og einn
5.4 km ANA af Hamrinum.
Mýrdalsjökull
Sigurlaug Hjaltadóttir