Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090126 - 20090201, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 251 skjálfti.

Mánudagur, 26. janúar
31 skjálfti mældist. Kl. 18:40 hófst skjálftahrina um 27 km ASA af Grímsey. Fram að miðnætti höfðu mælst þar 14 skjálftar og var stærsti skjálftinn af stærðinni 2,8 Ml.
Þriðjudagur, 27. janúar
19 skjálftar mældist. Hrinan sem hófst kvöldið áður lauk kl. 0:47, en alls mældust 16 skjálftar í þessari smáskjálftahrinu.
Miðvikudagur, 28. janúar
48 skjálftar mældust. 7 skjálftar hafa orðið rúma 8 km SV af Kópaskeri, 2 skjálftar tæpa 6 km SV af Kópaskeri og 1 var tæpa 19 km V af Kópaskeri. Allir eru þeir litlir, en stærsti skjálftinn var af stærðinni 1,8 Ml.
8 skjálftar urðu í Bárðarbungu.
Fimmtudagur, 29. janúar
52 skjálftar mældust. 5 skjálftar voru við Bárðarbungu og eru þeir þá orðnir 17 í vikunni á þessu svæði.
16 skjálftar á sprungunni um 4-11 km SSA af Hveragerði. Allir skjálftarnir við Hveragerði eru mjög litlir, en stærsti skjálftinn í vikunni sem kominn er á þessu svæði er af stærðinni 1,8 Ml.
Um 4-5 km N af Upptyppingum urðu 3 skjálftar, en í vikunni hafa mælst á þessu svæði 20 skjálftar. Dýpi skjálftanna á þessu svæði er u.þ.b frá 5,4-8,8 km, en þessir skjálftar eru ekki á alveg sama svæði og djúpu skjálftarnir sem mældust við Upptyppinga árið 2007-2008. Hér er skjálftaskrá til að opna með Google Earth forritinu með svæðinu við Upptyppinga og virkninni frá því hún hófst 3. febrúar, árið 2007. Með því að draga til tímastikuna efst í Google Earth sést hvernig dreifing skjálftanna er með tíma og einnig er auðvelt að átta sig á dýpinu (grunnir eru hátt uppi, en djúpir fyrir neðan). Nnánari upplýsingar um skjálfta í Google Earth
Föstudagur, 30. janúar
34 skjálftar mældust. 7 skjálftar hafa orðið sprungunni SA af Hveragerði, en þar hafa nú orðið 48 skjálftar í vikunni.
4 skjálftar voru við Bárðarbungu.
4 skjálftar voru skammt frá Kleyfarvatni.
Laugardagur, 31. janúar
30 skjálftar mældust. Skjálftavirknin var nokkuð dreifð, en flestir skjálftar mældust suður af Skálafelli á Hellisheiði eða 5 skjálftar og á sprungunni rétt austan við Hveragerði voru 4 skjálftar.
Við Herðubreið voru 4 skjálftar
Sunnudagur, 1. febrúar, kl. 14:00.
18 skjálftar mældust. 5 skjálftar voru á sprungunni rétt austan Hveragerðis og mældust þar 57 skjálftar í vikunni.

Suðurland

Reykjanesskagi

Norðurland

Hálendið

Mýrdalsjökull

Þann 28.1. hrundu mannhæðarhá björg úr Steinafjallinu undir Eyjafjöllum. Sigurjón Pálsson bóndi á Steinum varð vitni að því sbr mbl.is (http://www.mbl.is/mm/myndasafn/detail.html?id=212184;offset=64). Samkvæmt Sigurjóni gerðist þetta milli kl. 16 og 17 þann 28. janúar. Þann 28.1. kl. 16:21 mælist jarðskjálfti með upptök við Steinafjallið. Líklegt má telja að grjóthrunið hafi framkallað þennan skjálfta. Sjá skjálftalínurit á SIL jarðskjálftastöðvunum esk, mid og god.

Hjörleifur Sveinbjörnsson