Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090202 - 20090208, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 313 jarðskjálftar, 11 sprengingar og 12 ætlaðar sprengingar. Mest var virknin á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Stærsti skjálftinn sem mældist varð á Kolbeinseyjarhryggnum og var hann 3,5 að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust 107 skjálftar, flestir á Kross-sprungunni eða tæplega 60. Þrettán skjálftar urðu undir Ingólfsfjalli. Stærsti skjálftinn var 2 stig og varð hann í suðurenda Kross-sprungunnar.

Reykjanesskagi

Ríflega 60 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum. Flestir þ.e. 56 urðu við Kleifarvatn í smáhrinu sem hófst að morgni miðvikudagsins 4. febrúar og stóð fram eftir degi. Stærsti skjálftinn var 1,6 stig.
Á Reykjaneshrygg mældust þrír skjálftar og sá stærsti 2,5 stig.

Norðurland

Á og úti fyrir Norðurlandi mældust liðlega 50 skjálftar. Í Öxarfirði mældist 21 skjálfti og níu suðaustur af Grímsey. Nokkrir skjálftar náðu stærðinni tveimur og gott betur.
Fjórir skjálftar mældust á Kolbeinseyjarhryggnum og var sá stærsti 3,5 stig. Einn skjálfti sömu stærðar varð við Jan Mayen.

Hálendið

Tæplega 50 skjálftar mældust í Vatnajökli. Sautján skjálftar mældust í Kverkfjöllum og var sá stærsti tæp 3 stig. Fimm skjálftar voru við Kistufell og var stærð þeirra um og innan við 2 stig. Undir Bárðarbungu urðu 19 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 3 stig og var það stærsti skjálftinn í jöklinum þessa vikuna. Undir Lokahrygg mældust fjórir skjálftar, sá stærsti tæp tvö stig og þrír skjálftar urðu við Grímsfjall allir um og innan við 1 stig.
Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust ríflega 20 skjálftar og þar af níu við Hlaupfell. Allir voru skjálftarnir um og innan við 1 að stærð.
Einn skjálfti varð í Þórisjökli og tveir við Skjaldbreið og voru þeir allir litlir.

Mýrdalsjökull

Átta skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, fimm innan og við öskjuna og þrír í vesturjöklinum. Tveir skjálftanna náðu stærðinni tveimur.

Sigþrúður Ármannsdóttir