![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Mánudagur 16. febrúar: Í dag mældust 38 skjálftar, þar af 21 á syðri hluta Kross-sprungunnar og einn þar vestur af. Sá stærsti var um 2,1 að stærð. Nokkrir skjálftar mældust í vestanverðu Tjörnesbrotabeltinu, norður af Eyjafirði, sá stærsti af stærðinni 2. Auk þess mældust skjálftar norður af Gjögurtá og í Öxarfirði. Þá mældust skjálftar undir Mýrdalsjökli, Bárðarbungu og Herðubreið. Tveir skjálftar mældust við norðaustanverðan Langjökul, um 4,5 km suðvestur af Hveravöllum. Sá stærri mældist 2,3, og var það stærsti skjálftinn í dag. Ein sprenging mældist í Helguvík.
Þriðjudagur 17. febrúar: Jarðskjálftavirknin við Langjökul hélt áfram og mældust tveir skjálftar til viðbótar í dag. Heldur rólegra var á Kross-sprungunni en í gær og mældust þrír skjálftar þar, tveir suður af Skálafelli og einn við Hrómundartind. Smáskjálfti mældist við Hestvatn og annar á Skeiðum, rétt vestan Þjórsár. Nokkur ísskjálftavirkni var í Skeiðarárjökli. Tveir skjálftar urðu við Herðubreið og Herðubreiðartögl, einn austan Grímsvatna og einn í Tungnafellsjökli. Þrír skjálftar mældust í Öxarfirði og einn norður af Gjögurtá. Enginn skjálfti hefur náð stærðinni 2 í dag.
Miðvikudagur, kl. 17:25: Tveir jarðskjálftar mældust á Skeiðum. Smáhrinur urðu vestan og norðan við Krýsuvík og mældust þar 12 skjálftar samanlagt, sá stærsti 1,5. Einn skjálfti mældist undir Fagradalsfjalli. Þrír jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu, allir á stærðarbilinu 2,1 - 2,4. Einn skjálfti varð austur af Grímsey, einn í Öxarfiði og ein sprenging mældist við Akureyri. Um fimmleytið hófst jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl.