Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090302 - 20090308, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 200 jarðskjálftar mældust í vikunni og 8 sprengingar.

Suðurland

Á Suðurlandi var mesta skjálftavirknin á Kross-sprungunni. Þar mældust um 42 jarðskjálftar. Sá stærsti var um 2 stig.
Einnig mældust smáir stakir jarðskjálftar á Skeiðum, í Holtum og á Rangárvöllum.
Lítil sem engin jarðskjálftavirkni var á Hengilssvæðinu.

Reykjanesskagi

Þann 8. mars voru 2 jarðskjálftar að stærð 2,2 og 2,7 með upptök um 12 km vestsuðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg.
Aðfaranótt 6. mars var smáskjálftahrina við Svartsengi. Alls voru 6 skjálftar í hrinunni og þeir stærstu um 1,1 að stærð.
Þann 4. og 5. mars voru 4 jarðskjálftar með upptök við Krísuvík og Kleifarvatn. Stærstu skjálftarnir þar voru um 1,8 að stærð.

Norðurland

Um 40 jarskjálftar áttu upptök úti fyrir Norðurlandi. Flestir þeirra eða um 26 jarðskjálftar voru í skálftahrinu um 12-13 km austur af Grímsey dagana 4.,5. og 6. mars. Stærstu skjálftarnir voru um 2 að stærð.
Einnig mældust jarðskjálftar við Flateyi, við Húsavík og í Öxarfirði.
Smáskjálftahrina með 6 skjálftum átti upptök um 2 km suðvestan við Þeistareyki þann 4. mars. Stærstu skjálftarnir voru um 1,2 að stærð

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 13 jarðskjálftar. Upptök flestra þeirra voru við Hamarinn og við Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn að stærð 2,4 var við Hamarinn þann 6. mars.
Í vikunni mældust 13 skjálftar um 5 km vestan við Hveravelli. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2 að stærð.
Tæplega 30 jarðskjálftar mældust við Herðubreið, Herðbreiðartögl, Hlaupfell og við Öskju. Stærstu jarðskjálftarnir voru um 1,4 að stærð.
Einn jarðskjálfti að stærð 1,5 var við Ljósufjöll í Veiðivötnum mánudaginn 2. mars.
Á Torfajökulssvæðinu mældust nokkrir smáskjálftar.

Mýrdalsjökull

Lítil jarðskjálftavirkni var undir Mýrdalsjökli. Undir Kötluöskjunni voru 4 skjálftar og einn við Goðabungu.
Tveir smákjálftar voru við Steinsholt í Eyjafjallajökli þann 4. mars. Báðir voru tæplega 1 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson