Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090323 - 20090329, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 270 jarðskjálftar mældust í vikunni og á annan tug sprenginga. Mesti fjöldi jarðskjálfta var suðaustan við Flatey á Skjálfanda, en hátt í tvö hundruð smáskjálftar hafa mælst þar síðan 18. mars, allflestir innan við einn að stærð.

Suðurland

Enn mælast eftirskjálftar í Ölfusinu. Um 50 smáskjálftar urðu á svæðinu í vikunni.

Reykjanesskagi

Sjö jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga, frekar dreifðir.

Norðurland

Skjálftavirkni, sem hófst suðaustan við Flatey á Skjálfanda þann 18. mars, hélt áfram í vikunni. Yfir 80 smáskjálftar mældust, flestir fyrstu daga vikunnar. Á annan tug jarðskjálfta mældist norðaustan við Grímsey, þeir stærstu rúmlega tvö stig. Nokkur smáskjálftavirkni var í Öxarfirði.

Hálendið

Nokkur skjálftavirkni var við Bárðarbungu í Vatnajökli. Stærsti jarðskjálftinn var um tvö stig. Við Upptyppinga norðan Vatnajökuls mældust á þriðja tug smáskjálfta. Einnig var nokkur virkni við Herðubreið, Herðubreiðartögl og Öskju, en allir jarðskjálftarnir á svæðinu voru innan við tveir að stærð.
Fáir skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni.

Annað

Jarðskjálftar við Kolbeinsey mældust í vikunni. Einnig mældust nokkrir jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, bæði við Eldeyjarboða og Geirfugladrang.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir