Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090330 - 20090405, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

211 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Virknin var tiltölulega lítil að Flatey á Skjálfanda undanskilinni, en þar hefur verið þó nokkur virkni undanfarnar vikur. Í þessari viku mældust þar 73 skjálftar.
Aðeins mældust þar þrír skjálftar á fyrstu þrem dögunum, en veðrið þá dagana var mjög slæmt á svæðinu og dregur það úr næmni skjálftakerfisins, en lang flestir skjálftanna á svæðinu eru á stærðarbilinu 0-1 Ml.

Mánudagur 30. mars
15 skjálftar mældust.
Þriðjudagur 31. mars
20 skjálftar mældust, þar af 7 við Herðubreið.
Miðvikudagur 1. apríl
25 skjálftar mældust, þar af voru 9 í Ölfusi.
Fimmtudagur 2. apríl
22 skjálftar mældust.
Föstudagur 3. apríl
46 skjálftar mældust, þar af voru 17 rétt suðaustan við Flatey á Skjálfanda, en þar hefur verið viðvarandi skjálftavirkni síðustu 2 vikur. Þetta hafa allt verið mjög litlir skjálftar, en tveir stærstu skjálftarnir voru af stærðinni 1,0 og 1,3 Ml.
Laugardagur 4. apríl
60 skjálftar hafa mældust, þar af 37 við Flatey á Skjálfanda.
Sunnudagur 5. apríl, kl 12:00
34 skjálftar mældust, þar af 13 við Flatey.

Suðurland

Á Hellisheiði mældist einn smáskjálfti og þrír við Nesjavelli.
30 skjálftar mældust í Ölfusi og tveir við Ingólfsfjall.
Einn skjálfti mældist um 6,5 km ASA af Árnesi.

Reykjanesskagi

9 skjálftar mældust í Krýsuvík og við Kleyfarvatn og einn skjálfti í Fagradalsfjalli.

Norðurland

85 skjálftar norður af landinu, en þar af voru 70 við Flatey á Skjálfanda, en þar hefur verið töluverð virkni síðan 18. mars síðastliðinn.

Hálendið

Einn skjálfti var í Langjökli og einn skjálfti mældist rétt vestan við Torfajökul.
Við Öskju mældust 4 skjálftar. 15 skjálftar voru í námunda við Herðubreið og 14 við Hlaupfell.
Tveir skjálftar mældust við Skuggadyngju og Ketildyngju (um 16 km NV af Herðubreiðarfjöllum).

Mýrdals- og Eyjafjallajökull

5 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli.
Í Eyjafjallajökli mældust 7 skjálftar og tveir skjálftar rétt norðan við jökulinn. Í Mýrdalsjökli mældust 5 skjálftar. Einn skjálfti mældist rétt vestan við Torfajökul.

Vatnajökull

Í og við Bárðarbungu mældust 6 skjálftar og um 14 km suður af Bárðarbungu mældust 4 skjálftar. Einn var við Hamarinn, einn við Kistufell og tveir í Kverkfjöllum.
Um 12 km vestur af Esjufjöllum mældist einn skjálfti og einn skjálfti var við Miðfell rétt vestan við Morsárjökul.

Hjörleifur Sveinbjörnsson