Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090420 - 20090426, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Nær 300 jarðskjálftar mældust í viku 17. Þrír stærstu skjálftarnir urðu á laugardag norður við Jan Mayen og voru af stærð Mb 4-4.5 (sjá EMSC). Á þriðjudagskvöldinu mældust 3 skjálftar á stærðarbilinu Ml 2,4-2,6 um 70 km suður á Reykjaneshrygg. Uppi á landi urðu stærstir skjálftar í Mýrdalsjökli, Ml 2,5 og Ml 2,3 við Reykjanestá og Bárðarbungu. Hrinan vestur af Oki í Borgarfirði hélt áfram fyrri hluta vikunnar. Nokkrir djúpir skjálftar mældust undir Dyngjufjallahálsi, norðan Öskju.

Suðurland

Nokkrir smáskjálftar urðu á sprungunum frá 2000 og 2008. Einn smáskjálfti er staðsettur austan við Ingólfsfjall. Athuglisverð er norður-suður skjálftaröð um Þrengslin. Nær hún frá Skarðsmýrarfjalli í norðri, fer vestan við Skálafell og eru tveir syðstu skjálftarnir á um 10 km dýpi í sjónum rétt sunnan við Þorlákshöfn. Skjálftarnir á þessari línu dreifast yfir alla vikuna.

Reykjanesskagi

Í byrjun vikunnar varð smá hrina við Fagradalsfjall. Þrír skjálftar mældust við Reykjanestá í vikunni, sá stærsti, Ml 2,3 varð á sumardaginn fyrsta. Nokkrir skjálftar mældust við Núpshlíðarháls og í Kleifarvatni, allir smáir.

Vesturland

Virknin vestan við Okið hélt áfram út alla vikuna, en þó dró verulega úr virkninni eftir sumardaginn fyrsta. Alls mældust 46 skjálftar í vikunni á stærðarbilinu Ml 0,5-2 og hafa nú alls mælst 82 skjálftar í þessari hrinu. Fjórir skjálftar mældust innst í Héðinsfirði fyrri part vikunnar. Einn skjálfti mældist við Reykjarhlíðarhverfið og þrír við Kröflu. Tveir skjálftar mældust við Þeistareyki.

Norðurland

Alls mældust 88 skjálftar á Norðurlandi og í Tjörnesbrotabeltinu og varð um helmingur þeirra skjálfta í Öxarfirði. Austan við Flatey mældust 17 skjálftar.

Hálendið

Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu í vikunni. Nokkrir ísskjálftar mældust í Skeiðarárjökli. Undir norðvestanverðum Vatnajökli mældust 28 skjálftar á víð og dreif. Þrír skjálftanna voru við vestari Skaftárketilinn, níu við norðaustanverða Bárðarbungu, sex við Kistufell og fjórir við Grímsvötn. Virknin norðan við Upptyppinga hélt áfram og nokkrir skjálftar mældust við Herðubreið, Herðubreiðartögl og við Öskjuvatn. Undir Dyngjufjallahálsi, norðan Öskju, mældust 5 skjálftar á u.þ.b. 20 km dýpi, en þar mælast gjarnan djúpir skjálftar.

Mýrdalsjökull

Rólegt var undir Mýrdalsjökli og mældust aðeins þrír skjálftar við Goðabungu.

Steinunn S. Jakobsdóttir