Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090504 - 20090510, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 204 atburðir, þar af um 19 áætlaðar eða staðfestar sprengingar. Virknin var með rólegra móti og engin sérstök hrina svo heitið geti. Stærsti skjálftinn var 3 að stærð og varð klukkan 19:27 8. maí um 7 km SSV af Skálafelli á Hellisheiði, í grennd við Raufarhólshelli. Skjálftinn fannst í Þorlákshöfn.

Suðurland

Að ofan var getið um skjálftann SSV af Skálafelli. Þar mældust nokkrir smáskjálftar til viðbótar. Nokkrir skjálftar mældust á Kross-sprungunni og viðar í Ölfusi. Á miðvikudag og sunnudag mældust nokkrir smáskjálftar á Hestfjallssprungunni. Einn smáskjálfti var staðsettur undir Heklu aðfaranótt sunnudags og annar undir Vatnafjöllum fyrr í vikunni. Tveir skjálftar mældust undir Eyjafjallajökli og voru þeir á allnokkru dýpi.

Reykjanesskagi

Aðfaranótt mánudags urðu um 10 smáskjálftar rétt vestan við Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð. Nokkrir smáskjálftar mældust vestur og suður af Kleifarvatni í vikunni. Þá urðu tveir skjálftar nærri Grindavík.

Norðurland

4. maí mældust nokkrir skjálftar í hnapp um 40 km NNV af Grímsey, sá stærsti 2,5 að stærð. Annars dreifð sm+áskjálftavirkni.

Hálendið

Við Öskju, Herðubreið og norðan Upptyppinga mældust allnokkrir skjálftar, allir smáir. Við Bárðabungu voru staðsettir 13 skjálftar, einn við Tungnafellsjökul, einn undir Hofsjökli, einn við Grímsfjall og annar við Þórðarhyrnu.

Mýrdalsjökull

Lítil virkni, þrír skjálftar staðettir, allir smáir.

Hér má lesa umfjöllun um jarðskjálftavirkni í vikunni frá degi til dags.
Halldór Geirsson