Jarðskjálftar 20090504 - 20090510, gangur viku 19
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Mánudagur 4. maí kl. 15:40: Lítil jarðskjálftahrina varð rétt vestan við Kleifarvatn milli klukkan 04 og 04:30 í morgun. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru um 2 að stærð. Annars meinhægt.
Miðvikudagur 6. maí kl. 11:25: Tíðindalítið. Nokkrir smáskjálftar við Krýsuvík og norðan Upptyppinga. Smáskjálftar við Flatey og um 40 km NNV af Grímsey.
Fimmtudagur 7. maí kl. 15:30: Meinhægt.
Föstudagur 8. maí kl. 13:25: Mjög rólegt. Enn tínast inn skjálftar skammt norðan Upptyppinga. Kl. 7:29 í morgun varð einn smáskjálfti undir Vatnafjöllum, slíkt gerist öðru hverju. Þrír skjálftar við Þeistareyki síðan í gær og einn undir Kleifarvatni.
Föstudagur 8. maí kl. 21:00: Klukkan 19:27 varð jarðskjálfti, 3,2 að stærð í Þrengslum, um 7 km suðvestur af Skálafelli á Hellisheiði. Enginn skjálfti hefur mælst í kjölfarið og þykir það dálítið óvenjulegt. Skjálftinn fannst í Þorlákshöfn.
Laugardagur 9. maí kl. 13:00: Tíðindalítið. Nokkrir skjálftar hafa mælst í morgun við Bárðabungu og Upptyppinga, allir smáir. Einn smáskjálfti varð í morgun SV af Skálafelli þar sem skjálfi af stærð 3,2 varð í gærkvöldi.
Sunnudagur 10. maí kl. 13:30: Dálítil skjálftavirkni hefur mælst í morgun. Fjórir jarðskjálftar urðu undir Hestfjalli á Suðurlandi í hádeginu. Þessir skjálftar eru eilítið vestar og eilítið stærri (sá stærsti um 2 að stærð) en hefðbundin eftirskjálftavirkni á Hestfjallssprungunni frá júní 2000. Á miðvikudaginn urðu nokkrir smáskjálftar á svipuðum slóðum. Örfáir skjálftar hafa bæst við suðvestan Skálafells á Hellisheiði. Þrír jarðskjálftar, allir um og innan við 2 að stærð urðu við Vatnajökul um klukkan 11:40. Þá urðu tveir smáskjálftar nærri Grindavík í nótt.
Halldór Geirsson