Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090511 - 20090517, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 207 atburðir staðsettir, þar af tíu sprengingar. Stærstu jarðskjálftarnir, um þrír að stærð, mældust föstudaginn 15. maí í smáhrinu norður af landinu, um 35 kílómetra norður af Grímsey.

Reykjanesskagi

Yfir tuttugu smáskjálftar voru staðsettir vestan og sunnan við Kleifarvatn. Mesta virkni var rétt vestan við vatnið, en tólf jarðskjálftar (stærsti 1,8) voru staðsettir þar á föstudaginn.

Suðurland

Nokkur eftirskjálftavirkni mældist í Ölfusi.

Norðurland

Skjálftavirkni mældist víða í Tjörnesbrotabeltinu norðan við landið.

Hálendið

Nokkur skjálftavirkni var á Öskju- og Herðubreiðarsvæðinu, en allir voru jarðskjálftarnir smáir. Smáskjálftar mælast enn norðan við Upptyppinga, um tíu í þessari viku.
Jarðskjálftar mældust víða undir Vatnajökli, undir Bárðarbungu, við Kistufell og Kverkfjöll, á Lokahrygg og Grímsvötnum. Stærstu skjálftarnir voru um tvö stig. Einnig mældust nokkrir ísskjálftar í Skeiðarárjökli og einn jarðskjálfti undir Hoffellsjökli.
Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir á Þeistareykjasvæðinu og við Kröflu.

Mýrdalsjökull

Sex skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, einn undir Kötluöskju en hinir undir vestanverðum jöklinum við Goðabungu. Nokkrir jarðskjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir