Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090525 - 20090531, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Reykjanesskagi

Þann 29. maí kl. 21:33 varð jarðskjálfti að stærð 4,7 með upptök við vestanvert Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um 8 km norðaustur af Grindavík. Jarðskjálftinn fannst víða um suðvestanvert landið, vestur í Búðardal og austur að Hvolsvelli. Forskjálftar byrjuðu á svæðinu kl.17:04 föstudaginn 29. maí og alls mældust um 30 forskjálftar fram að meginskjálftanum. Stærsti forskjálftinn var um 3 stig að stærð og var kl. 18:22. Síðasti forskjálftinn var um 2 sekundur á undan meginskjálftanum, Fjöldi eftirskjálfta fylgdu í kjölfar meginsskjálftans og kl. 02:00 og 02:06 aðfaranótt laugardags mældust tveir jarðskjálftar að stærð um 3,5. Sá fyrri á sömu slóðum og meginskjálftinn en sá síðari um 5 km norðaustan við hann inn á norðanverðu Fagradalsfjallinu. Ekkert lát var á jarðskjálftavirkninni á laugardaginn og þann dag kl. 13:35 varð jarðskjálfti að stærð 4,3 með upptök við norðanvert Fagradalsfjall. Sá jarðskjálfti fannst einnig víða um suðvestanvert landið.
Sama dag kl. 17:05 varð jarðskjálfti að stærð 3,9 með upptök lítið eitt austan við skjálftann kl. 13:35. Sá jarðskjálfti fannst einnig víða um suðvestanvert landið.
Upp úr kl. 18 á laugardaginn fór að draga úr jarðskjálftavirkninni og verulega dróg úr eftirskjálftavirkninni sunnudaginn 31. maí. Jarðskjálftavirknin var bundin við vestanvert Fagradalsfjall og norðaustur inn á Fagradalsfjallið sjálft samanber Reykjanesskagakortið hér á síðunni.
Hér má sjá uppsafnaðan fjölda og uppsafnaða spennuútlausn úr sjálfvirku SIL jarðskjálftaúrvinnslunni.

Niðurstöður af fyrstu afstæðum staðsetningum sýna norður-suður misgengi við vestanvert Fagradalsfjall og einnig við norðanvert Fagradalsfjall sem þó er með strikstefnu eilítið vestan við norður. Bæði misgengin halla til vesturs. Þetta er nokkuð í samræmi við fyrri kortlagningar svæðinu. Sjá greinargerð hér fyrir neðan.

Alert kort fyrir skjálftana, 29. maí kl. 21:33, stærð 4,7 og laugardaginn 30. maí kl. 13:35, stærð 4,3, kl. 17:05, stærð 3,9. Alert kortið fyrir skjálftann kl. 13:35 þann 30. maí gefur ekki rétta staðsetningu.

Hristikort fyrir jarðskjálftana, 29. maí kl. 21:33 og 30. maí kl. 13:35, kl. 17:05.

Greinargerð á pdf formi frá árinu 2006 um Kortlagningu sprungna í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga með smáskjálftum

Ferðafélag Íslands er þann 5. júní með frétt um mikið grjóthrun í Esjunni eftir jarðskjálftana.
Þar segir:
Töluvert grjóthrun hefur orðið í klettabeltinu efst í Þverfellshorni í Esjunni. Varð þess fyrst vart eftir síðustu helgi en þá varð allsnarpur jarðskjálfti á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Á litlu svæði fremst í stafninum ofan við gönguleiðina hafa klettar sprungið fram án þess að falla niður en skammt frá hafa mannhæðarháir steinar losnað og farið í loftköstum niður klettana og niður í hlíðina neðan við klettabeltið. Nú stendur þar stóreflis stakur steinn, ekki minni en sá sem hingað til hefur verið hinn eini sanni Steinn. Skilja það flestir Esjufarar þegar talað er um að ganga "upp að Steini". Nú hefur hann eignast bróður við gönguleiðina, aðeins ofar í hlíðinni og gæti kallað hann Nafna eða eitthvað annað gott.

Varla er hægt að segja með vissu að hætta sé á ferðum á gönguleiðinni en ástæða er til að fólk gæti að grjóti sem gæti hafa losnað án þess að falla niður brekkuna.

Norðurland

Hálendið

Mýrdalsjökull

Gunnar B. Guðmundsson

Sigþrúður Ármannsdóttir

Sigurlaug Hjaltadóttir