![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Niðurstöður af fyrstu afstæðum staðsetningum sýna norður-suður misgengi við vestanvert Fagradalsfjall og einnig við norðanvert Fagradalsfjall sem þó er með strikstefnu eilítið vestan við norður. Bæði misgengin halla til vesturs. Þetta er nokkuð í samræmi við fyrri kortlagningar svæðinu. Sjá greinargerð hér fyrir neðan.
Alert kort fyrir skjálftana, 29. maí kl. 21:33, stærð 4,7
og laugardaginn 30. maí kl. 13:35, stærð 4,3,
kl. 17:05, stærð 3,9.
Alert kortið fyrir skjálftann kl. 13:35 þann 30. maí gefur ekki rétta staðsetningu.
Hristikort fyrir jarðskjálftana, 29. maí kl. 21:33
og 30. maí kl. 13:35, kl. 17:05.
Greinargerð á pdf formi frá árinu 2006 um Kortlagningu sprungna í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga með smáskjálftum
Ferðafélag Íslands er þann 5. júní með frétt um mikið grjóthrun í Esjunni eftir jarðskjálftana.
Þar segir:
Töluvert grjóthrun hefur orðið í klettabeltinu efst í Þverfellshorni í Esjunni. Varð þess fyrst vart eftir síðustu helgi en þá varð allsnarpur jarðskjálfti á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.
Á litlu svæði fremst í stafninum ofan við gönguleiðina hafa klettar sprungið fram án þess að falla niður en skammt frá hafa mannhæðarháir steinar losnað og farið í loftköstum niður klettana og niður í hlíðina neðan við klettabeltið. Nú stendur þar stóreflis stakur steinn, ekki minni en sá sem hingað til hefur verið hinn eini sanni Steinn. Skilja það flestir Esjufarar þegar talað er um að ganga "upp að Steini". Nú hefur hann eignast bróður við gönguleiðina, aðeins ofar í hlíðinni og gæti kallað hann Nafna eða eitthvað annað gott.
Varla er hægt að segja með vissu að hætta sé á ferðum á gönguleiðinni en ástæða er til að fólk gæti að grjóti sem gæti hafa losnað án þess að falla niður brekkuna.