Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090608 - 20090614, vika 24

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 410 jarðskjálftar á landinu og umhverfis það, auk nokkurra ætlaðra sprenginga. Stærsti skjálftinn var 2,8 stig, en hann var í hrinu um 40 km NNV af Grímsey.

Suðurland

Svolítil hreyfing var á Krosssprungunni í Ölfusinu og einkum Flóanum, að öðru leyti var lítið um að vera á Suðurlandi.

Reykjanesskagi

Áfram dró úr hrinunni, sem staðið hefur á Reykjanesskaga, stærsti skjálftinn þar var undir Kleifarvatni 2,5 stig, annar 2,3 stig varð skammt vestan við vatnið og enn einn suðvestan við Fagradalsfjall, 2,1 stig. Þá mældust nokkrir skjálftar úti á hrygg skammt frá landi, sá stærsti 2,3 stig.

Norðurland

Nokkur hreyfing var á Tjörnesbrotabeltinu, smáhrina varð um 40 km NNV af Grímsey, en þar var stærsti skjálftinn 2,8 stig. Voru staðsettir þar vel á annan tug skjálfta, þar sem um helmingur var tvö stig eða stærri. Önnur hrina varð í Öxarfirðinum, þar sem stærsti skjálftinn var 2,3 stig. Þá mældist skjálfti á Skjálfanda 2,5 stig.

Hálendið

Stærsti skjálftinn undir Vatnajökli var 1,9 stig skammt norðvestan við Grímsfjall og suðaustan í Öræfajökli mældist skjálfti, sem var 1,8 stig. Á Öskjusvæðinu, svo og við Kröflu og Þeistareyki var fremur rólegt, aðeins fáir skjálftar og smáir.

Mýrdalsjökull

Stærsti skjálftinn í Mýrdalsjökli var 2,2 stig í vesturjöklinum. Á Torfajökulssvæðinu mældust nokkrir smáskjálftar og vel á annan tug skjálfta voru staðsettir um 3-4 km norðan og vestan við Landmannalaugar. Sá stærsti var 2,1 stig. Þá mældust nokkrir smáskjálftar í Eyjafjallajökli 1,2 stig og minni.

Þórunn Skaftadóttir