| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20090706 - 20090712, vika 28
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 300 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Þar af voru 14 líklegar sprengingar.
Tæplega 50 jarðskjálftar mældust undir Eyjafjallajökli. Jarðskjálftahrina í Öxarfirði
9.-10. júlí.
Suðurland
Smáskjálftar á Kross-sprungunni í Ölfusi. Einnig fáeinir smáskjálftar á Hestvatnssprungunni,
í Holtum og í Landsveit.
Reykjanesskagi
Þann 6. júlí voru fimm jarðskjálftar með upptök um 4,5 km norðvestur af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.
Dagana 7. , 8. og 12. júlí voru stakir jarðskjálftar við Geirfugladrang og 10 og 15 km vestur af honum.
Stærsti jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg var 1,8 að stærð.
Smáskjálftar við Krísuvík og Fagradalsfjall.
Norðurland
Úti fyrir mynni Eyjafjarðar og norðvestur af Gjögurtá voru fáeinir smáskjálftar.
Einnig norður og austur af Grímsey.
Í Öxarfirði var skjáltahrina sem stóð aðallega 9. og 10. júlí. Alls mældust um 36 jarðskjálftar
í Öxarfirði og var stærsti skjálftinn um 2 stig.
Smáskjálftar mældust einnig við Þeistareyki og Kröflu.
Norður og norðaustur af landinu mældust 2 jarðskjálftar í vikunni.
Sá fyrri að stærð 3 þann 8. júlí kl. 07:10 með upptök um 225 km norðaustur af Kópaskeri.
Sá seinni þann 11. júlí kl. 01:52 að stærð 2,7 við
landgrunnsbrúnina norðaustur af Vopnafirði, við Vopnafjarðargrunn.
Þann 9. júlí kl. 00:16 varð skjáfti að stærð 2,3 á Kolbeinseyjarhrygg, tæplega 200 km norður af
Kolbeinsey.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust 18 skjálftar. Þann 7. júlí mældust
tveir skjálftar um 7 km vestsuðvestur af Grímsfjalli. Sá stærri 1,3 að stærð.
Einnig mældust jarðskjálftar við Hamarinn, við Bárðarbungu og Kistufell svo og
einn í Öræfajökli.
Við Brúarjökul mældust líklegir ísskjálftar.
Þann 10. júlí mældust 3 jarðskjálftar undir Tungnafellsjökli. Sá stærsti 1,5 að stærð.
Tæplega 30 jarðskjálftar mældust við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl.
Sá stærsti 2,1 að stærð með upptök um 7 km ustur af Herðubreiðartöglum.
Nokkrir djúpir jarðskjálftar voru suður af Herðubreiðartöglum.
Einn jarðskjálfti mældist við Hveravelli, við Geitlandsjökul og í Skjaldbreið.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 18 jarðskjálftar. Flestir með upptök við Goðabungu og þar var
stærsti jarðskjálftinn, 2,1 að stærð.
Undir Eyjafjallajökli mældust 46 jarðskjálftar. Sá stærsti þann 8. júlí kl. 17:00 að stærð 2,2.
Upptök flestra jarðskjálftanna voru norðaustur af toppgígnum og suður af Steinholtsjöklinum.
Einnig mældust smáskjálftar um 1,5 km norðan við Seljavelli og 3-4 km norðvestur af Steinafjalli.
Flestir jarðskjálftirnir voru á um 8-11 km dýpi.
Fjórir jarðskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Upptök flestra þeirra er fremur ill ákvörðuð.
Mánudagur 6. júlí
Frá miðnætti og fram til rúmlega kl. 2 áttu 5 jarðskjálftar að stærð um 1,3 ,upptök um 4,5 km norðvestur
af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg. Jarðskjálfti að stærð 1 við toppgíg Eyjafjallajökuls kl. 02:47.
Annars allt rólegt.
Þriðjudagur 7. júlí
Tveir skjálftar um 7 km vestsuðvestur af Grímsfjalli. Sá stærri 1,3 að stærð.
Tveir jarðskjálftar í Eyjafjallajökli.
Sunnan við Herðubreiðartögl voru 2 djúpir (~20 km) jarðskjálftar.
Miðvikudagur 8. júlí
Níu skjálftar undir Eyjafjallajökli. Sá stærsti 2,2 ap stærð.3
Jarðskjálfti að stærð 3 kl. 07:10 með upptök um 225 km norðaustur af Kópaskeri.
Fimmtudagur 9. júlí
Jarðskjálftahrina í Öxarfirði frá um kl.3 fram til um kl. 7.
Fram undir hádegi níu jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli.
Föstudagur 10. júlí
Áfram skjálftar undir Eyjafjallajökli. Flestir á um 9 km dýpi.
Þrír skjáltar í Tungnafellsjökli. Sá stærsti um 1,5 stig.
Laugardagur 11. júlí
Smáskjálftar undir Eyjafjallajökli. Jarðskjálfti kl. 01:52 að stærð 2,7 við
landgrunnsbrúnina norðaustur af Vopnafirði, við Vopnafjarðargrunn.
Laugardagur 12. júlí
Gunnar B. Guðmundsson