Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090720 - 20090726, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í þessari viku voru staðsettir 268 jarðskjálftar. Um 26% þeirra urðu á Öskjusvæðinu. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni Ml -1,5 til 2,7. Sá stærsti varð kl. 15:12:58 þann 24. júlí með upptök ~6 km norður af Upptyppingum. Að auki mældust fjórar sprengingar eða líklegar sprengingar við hin ýmsu vinnusvæði um allt land.

Suðurland

Í vikunni mældust rúmlega 50 jarðskjálftar á Suðurlandi og sá stærsti mældist Ml 1,1. Á Hengilssvæðinu urðu 40 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,8 til 0,9. Flestir skjálftarnir voru eftirskjálftar eftir Suðurlandsskjálftann í lok maí 2008.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga urðu 29 jarðskjálftar. Sá stærsti mældist Ml 1,5. Hann varð kl. 18:39:30 þann 21. júlí með upptök ~8 km norðaustur af Grindavík.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 57 jarðskjálftar. Yfir 26 jarðskjálftar mældist í Öxarfirði, þeir stærstu um Ml 0,7.

Hálendið

Um 69 jarðskjálftar voru staðsettir á Öskjusvæðinu. Skjálftarnir voru af stærðinni Ml -0,1 til 2,7. Í 30. viku mældust 16 jarðskjálftar undir Vatnajökli. Skjálftarnir voru af stærðinni Ml 0,6 til 2,4. Þann 21. til 24. júlí var ísskjálftavirkni í Skeiðarárjökli, líklega vegna lítilsháttar Skeiðarárhlaups.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli urðu 12 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml 0,2 til 2,0.

Undir Eyjafjallajökli urðu 19 jarðskjálftar. Sá stærsti mældist Ml 1,1.

Tveir jarðskjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu.

Matthew J. Roberts