Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090727 - 20090802, vika 31

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 630 jarðskjálftar. Mesta virknin var í skjálftahrinu norður af Krýsuvík, austur af Keili eða um 360 jarðskjálftar.

Suðurland

Nokkur smáskjálftavirkni var í Ölfusi.

Reykjanesskagi

Föstudagskvöldið 31. júlí hófst skjálftahrina austan við Keili. Stærsti jarðskjálftinn varð kl. 23:46, um þrír að stærð. Hann fannst á höfuðborgarsvæðinu. Annar skjálfti nokkuð minni fannst einnig um hálftíma síðar. Hátt í fjögur hundruð jarðskjálftar mældust í hrinunni, langflestir innan við einn að stærð. Yfir þrjú hundruð mældust á laugardeginum, en strax um kvöldið dró verulega úr virkninni og aðeins 35 skjálftar mældust næsta dag. Hér má sjá línurit sem lýsa skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu mánuðina.

Norðurland

Rúmlega 70 jarðskjálftar voru staðsettir norðan við land. Mesta virknin var úti fyrir mynni Eyjafjarðar, en þar mældust yfir fjörtíu jarðskjálftar, flestir sunnudaginn 2. ágúst (stærstu um tvö stig).

Hálendið

Smáskjálftar mældust á Þeistareykjasvæðinu og við Kröflu.
Á hálendinu norðan Vatnajökuls mældust yfir 30 jarðskjálftar, flestir norðan við Upptyppinga.
Skjálftar mældust hér og þar undir Vatnajökli, flestir við Bárðarbungu.
Nokkur skjálftavirkni var vestan við Hveravelli, en þar mældust ellefu smáskjálftar. Einn smáskjálfti mældist undir Hofsjökli.

Mýrdalsjökull

Tólf skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sá stærsti rúmlega tveir að stærð. Sex skjálftar mældust undir Eyjafjallajökli.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir