Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090803 - 20090809, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 298 jarðskjálftar auk 5 atburða sem líklega eru sprengingar. Stærstu jarðskjálftar í vikunni urðu fyrir norðan land, um 3 að stærð.

Suðurland

Frekar lítil virkni var á Suðurlandi, flestir skjálftar mældust á suðurhluta Krosssprungunnar en stærstu skjálftarnir mældust rétt sunnan við Hellu, 1.7 og 1.9 að stærð.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust 36 jarðskjálftar, flestir við sunnanvert Kleifarvatn. Á landgrunninu suðvestur af Reykjanesi mældust 7 skjálftar, sá stærsti2.8 að stærð.

Norðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust af afmörkuðu svæði fyrir mynni Eyjafjarðar, þar urðu einnig stærstu skjálftarnir sem mældust í vikunni. Einnig var talsverð virkni á austur hluta á Tjörnesbrotabeltisins.

Hálendið

Rúmlega 60 skjálftar mældust norðan Vatnajökuls, flestir nærri Herðubreið en 17 skjálftar mældust norðan Upptyppinga. Undir norðanverðum Vatnajökli mældust 15 jarðskjálftar, allir frekar litlir.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 5 jarðskjálftar og 2 undir Eyjafjallajökli. Stærsti skjálftinn var 2.5 að stærð, nærri Goðabungu.

Einar Kjartansson