| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20090810 - 20090816, vika 33

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 285 skjálftar auk fáeinna sprenginga. Tilkynningar frá fólki í Reykjanesbæ komu vegna sprenginga í Helguvík, en sprengingar þar eru mjög algengar vegna framkvæmdanna þar og finnast oft í næsta nágrenni.
Stærstu skjálftar vikunnar mældust tæpa 200 km norður af Kolbinsey, en sá stærsti mældist af stærðinni 4,1.
Við landgrunnsbrún rúma 90 km austur af Íslandi mældist einn skjálfti af stærðinni 3,0.
Suðurland
Rúmlega 50 smáskjálftar mældust á Suðurlandi sem er ekki óvanalegt fyrir þetta svæði.
Einn skjálfti mældist um 4 km NNV af Surtsey og var hann af stærðinni 1,3.
Reykjanesskagi
Heildarfjöldi skjálfta á Reykjanesskaga voru 26, en mest var virknin rúma 3 km austur af Keili, alls 10 skjálftar. Í Helguvík mældust sprengingar sem fólk í nálægum húsum varð vart við.
Norðurland
Á Norðurlandi og fyrir norðan land mældust alls 92 skjálftar. Stærstu skjálftarnir komu í hrinu tæpa 200 km fyrir norðan Kolbinsey og mældist stærsti skjálftinn 4,1 af stærð. Í hrinunni mældust 12 skjálftar, en þó hafa líklegast mun fleiri skjálftar orðið sem ekki mældust, en litlir skjálftar sem eru svona langt frá landi koma ekki vel fram á mælum.
Um 23 km NV af Gjögurtá mældust 34 smáskjálftar, en þar mældust rúmlega 60 skjálftar í vikunni á undan.
Í Axarfirði mældust 15 skjálftar og 6 skjálftar mældust um 9 km norður af Grímsey.
Rétt austan við Mývatn voru 2 skjálftar og 6 skjálftar í námunda við Kröflu.
Hálendið
Í Vatnajökli mældust 12 skjálftar.
Á svæðinu í námunda við Herðubreið og Öskju mældust alls 76 skjálftar. Flestir þeirra voru rétt NV af Herðubreiðartöglum eða 50 skjálftar og 11 skjálftar mældust í sunnanverðri Herðubreið. Stærsti skjálftinn varð í sunnanverðri Herðubreið og var hann 2,8 af stærð.
Mýrdalsjökull
Í Mýrdalsjökli mældust 8 skjálftar og 12 í Eyjafjallajökli.
Hjörleifur Sveinbjörnsson