![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Í vikunni mældust 421 skjálfti á landinu. Stærsti skjálfti vikunnar, 3,4 að stærð var við Bárðabungu, á miðvikudagskvöldið. Skjálftahrinur voru við Herðubreið í fyrri hluta vikunnar, í Bárðarbungu um miðbik vikunnar og við Kleifarvat í lok vikunnar.
Smáskjálftahrina var við Kleifarvatn. Þar mældust 87 skjálftar, flestir á laugardag og sunnudag og allir litlir.
Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust 142 skjálftar, en þar var nokkuð mikil virkni í fyrrihluta vikunnar og náði hún hámarki á þriðjudag. Stærsti skjálftinn þar var 2,7 að stærð. Þá hófst einnig hrina í norðaustanverðri Bárðarbungu á miðvikudagskvöld, í kjölfar stærsta skjálfta vikunnar, en hann var 3,4 að stærð. Hrinan innihélt 53 skjálfta og varaði í þrjá daga.