Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090824 - 20090830, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 421 skjálfti á landinu. Stærsti skjálfti vikunnar, 3,4 að stærð var við Bárðabungu, á miðvikudagskvöldið. Skjálftahrinur voru við Herðubreið í fyrri hluta vikunnar, í Bárðarbungu um miðbik vikunnar og við Kleifarvat í lok vikunnar.

Suðurland

Á Krosssprungu milli Selfoss og Hveragerðis mældust 44 skjálftar.

Reykjanesskagi

Smáskjálftahrina var við Kleifarvatn. Þar mældust 87 skjálftar, flestir á laugardag og sunnudag og allir litlir.

Norðurland

Við Kópasker mældust 14 skjálftar. Við Gjögurtá mældust 13 skjáftar. Við Grímsey mældust 13 skjálftar.

Hálendið

Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust 142 skjálftar, en þar var nokkuð mikil virkni í fyrrihluta vikunnar og náði hún hámarki á þriðjudag. Stærsti skjálftinn þar var 2,7 að stærð. Þá hófst einnig hrina í norðaustanverðri Bárðarbungu á miðvikudagskvöld, í kjölfar stærsta skjálfta vikunnar, en hann var 3,4 að stærð. Hrinan innihélt 53 skjálfta og varaði í þrjá daga.

Mýrdalsjökull

Í Eyjafjallajökli mældust 4 skjálftar, þrír litlir og einn 2,7 að stærð. Hann var mjög grunnur. Í Mýrdalsjökli mældust 8 skjálftar á stærðarbilinu 0,3 til 2,2. Þrír voru við öskjujaðarinn, hinir nálægt Goðabungu. Á Torfajökulssvæðinu mældust 7 litlir skjálftar, sumir ónákvæmt staðsettir. Þeir voru allir undir 1,5 að stærð.

Kristín S. Vogfjörð og Ólafur S. Arnarsson