Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090921 - 20090927, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 198 skjálftar auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn um 45 kílómetra vestan við Grímsey var 2,6 stig. Einn skjálfti mældist um 95 kílómetra út af Austurlandi, var hann 2,2 stig.

Suðurland

Á Suðurlandi voru smáskjálftar dreifðir víða, í Flóanum var svolítil hreyfing á Krosssprungunni, en stærsti skjálftinn á svæðinu var í Þrengslunum 1,3 stig.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust nokkrir smáskjálftar á svæðinu frá Kleifarvatni að Fagradalsfjalli, sá stærsti 1,4 stig. Nokkrir skjálftar voru staðsettir um 40 kílómetra suðvestur af Reykjanesi, sá stærsti 2,4 stig að stærð.

Norðurland

Nokkur hreyfing var á misgengjunum norðan við land. Stærsti skjálftinn þar var um 45 kílómetra vestan við Grímsey 2,6 stig. Á sama stað voru skjálftar 2,1 og 2,0 stig, en annars staðar voru þeir minni.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti 1,9 stig var við Hamarinn, og annar 1,8 stig við Grímsfjall. Á Öskjusvæðinu var fremur rólegt, stærsti skjálftinn þar var 1,8 skammt frá Dreka. Einn skjálfti mældist við Tungnafellsjökul 0,9 stig og annar í norðaustanverðum Hofsjökli 1,8 stig. Rúmur tugur skjálfta var staðsettur í Guðlaugstungum norðan Hveravalla, sá stærsti 2,4 stig.

Mýrdalsjökull

Flestir skjálftanna í Mýrdalsjökli voru í vestanverðum jöklinum, stærsti skjálftinn þar var 2,2 stig, en í austanverðri öskjunni var stærsti skjálftinn 2,1 stig.

Þórunn Skaftadóttir