Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091005 - 20091011, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru alls staðsettir 284 atburðir, þar af 7 líklegar sprengingar vegna framkvæmda. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,4 að stærð um 100 km NNA af Kolbeinsey.

Suðurland

Nokkrir skjálftar mældust í Hraungerðishreppi, milli Selfoss og Hestfjalls, sem er dálítið óvenjulegt. Alls mældust þar 14 skjálftar, sá stærsti 1.5 að stærð en aðrir undir 1 að stærð. Skjálftarnir voru í tveimur þyrpingum.
Auk þess mældust nokkrir smáskjálftar á víð og dreif um Suðurland.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálfta mældust við Kleifarvatn, Sveifluháls og Vigdísarvelli. Þann 7. október frá 13:33 til 13:49 mældust 7 skjálftar við Eldey á stærðarbilinu 0,7 til 2,1.

Norðurland

Á norðurlandi var mesta virknin NNA af Grímsey dagana 5. og 11. október. Stærsti skjálftinn við Grímsey var 3,0 að stærð þann 1. okt. kl. 07:54. Annars voru skjálftar úti fyrir Tjörnesi og Eyjafjarðarál.

Hálendið

Tæplega 60 skjálftar mældust við Herðubreið í framhaldi af hrinunni í síðustu viku. Stærstu skjálftarnir við Herðurbreið náðu 2,3 að stærð.
Nokkrir skjálftar mældust undir NV-verðum Vatnajökli, þeir stærstu 2,2 að stærð.
Við Prestahnúk við SV verðan Langjökul mældust 7 skjálftar á stærðarbilinu 1,1 til 2,4 að kvöldi miðvikudags 7. okt.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 22 skjálftar, allir smáir, og voru þeir flestir innan öskjunnar. Aðfaranótt þriðjudags (6. okt) milli klukkan 01 og 02 var viðvarandi smáskjálftavirkni og tókst að staðsetja ríflega 10 skjálfta. Hér má sjá óróarit frá jarðskjálftastöð vestan í Goðabungu.

Gangur vikunnar frá degi til dags

Mánudagur 5. okt. kl. 14:15: Nokkrir smáskjálftar mælast enn við Herðubreið.
Þriðjudagur 6. okt. kl. 14:00: Nokkrir smáskjálftar mælast enn við Herðubreið. Í nott milli kl. 01 og 01:30 mældust nokkrir smáskjálftar í Mýrdalsjökli. Annars meinhægt.
Miðvikudagur 7. okt: Upp úr hádegi urðu nokkrir skjálftar við Eldey á Reykjaneshrygg. Um kvöldið mældust nokkrir skjálftar við Prestahnúk, sá stærsti 2,4 að stærð.
Fimmtudagur 8. okt: Tíðindalítið.
Föstudagur 9. okt. kl. 14:30: Nú er býsna hvasst á landinu þannig að merki frá litlum skjálftum drukkna í óróanum frá veðrinu. Síðustu daga hafa mælst nokkrir smáskjálftar í Hraungerðishreppi á Suðurlandi, sem er frekar óvenjulegt en ekki óþekkt.
Laugardagur 10. okt. kl. 13:30: Í gærkvöld kl. 19:50 var skjálfti af stærð 3,4 um 100 km NNA af Kolbeinsey. Annars tíðindalítið.
Sunnudagur 11. okt. kl. 17:45: Nokkur skjálftavirkni hefur verið NNV af Grímsey síðan klukkan 7:54 í morgun þegar skjálfti af stærðinni 3,3 varð þar. Um 20 skjálftar hafa verið staðsettir við Grímsey í dag. Annars meinhægt.

Halldór Geirsson