Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091019 - 20091025, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Jarðskjálftavirkni í vikunni var með rólegra móti. Samtals voru 175 skjálftar og sprengingar staðsettar í vikunni, þar af 13 ætlaðar sprengingar. Hvorki mældust áberandi hrinur né stórir skjálftar á landinu.
Á fimmtudagskvöldið 22. október, klukkan 19:51:28 varð hins vegar skjálfti að stærð 6.2 á tæplega 200 km dýpi á Hindu Kush svæðinu í Afghanistan (36.471°N, 70.925°A) skv. upplýsingum á síðu USGS.. Um 9 mínútum síðar, eða klukkan 20:00:47,8, barst P-bylgjan að fyrstu stöð á Íslandi, á austanverðu landinu (Glúmsstöðum, glu).

Suðurland

Eftirskjálftar mældust í Ölfusi, einnig tveir á Hestvantssprungunni. Á Hengilssvæði voru skjálftar staðsettir sunnan Húsmúla og við Nesjavelli.

Reykjanesskagi

Átta jarðskjáfltar mældust við Kleifarvatn og Sveifluháls, einnig fimm skjálftar austan við Eldvörp 20. október.

Norðurland

Flestir skjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu dreifðu sér á Skjálfanda-Grímseyjar misgengið, en einnig urðu nokkrir skjálftar úti fyrir Eyjafirði, svo og á Kröflu-svæði.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust nokkrir skjálftar milli Bárðarbungu og Kistufells, norður af Grímsvötnum og við Kverkfjöll. Líkt og verið hefur voru smáskjálftar einnig staðsettir norðan Upptyppinga, undir Herðubreið og Herðubreiðartöglum og í Öskju. Einn skjálfti var enn fremur staðsettur á Torfajökulssvæðinu.

Mýrdalsjökull

Fjórtán skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, þar af a.m.k. þrír innan öskjunnar.

Sigurlaug Hjaltadóttir