Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091102 - 20091108, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru staðsettir 312 jarðskjálftar í vikunni. Mesta virknin var úti fyrir Norðurlandi þar sem mældust á annað hundrað skjálftar. Stærstu skjálftar vikunnar urðu á mánudagsmorgni á Reykjaneshrygg og á föstudagskvöldi við Þeistareyki og voru þeir báðir 3,0 stig að stærð.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu og í Ölfusi mældust 55 skjálftar, flestir við Húsmúla en þar urðu 30 skjálftar og var sá stærsti 1,8 stig. Á suðurhluta Kross-sprungunnar mældust 10 smáskjálftar auk nokkurra sem dreifðust um Suðurland.

Reykjanesskagi

Fimm smáskjálftar urðu á Reykjanesskaga. Á Reykjaneshrygg mældust 14 skjálftar og var sá stærsti 3 stig.

Norðurland

Á og úti fyrir Norðurlandi mældust ríflega 120 skjálftar. Um 8 kílómetra norðnorðaustur af Grímsey mældust 50 skjálftar og var sá stærsti tæp 3 stig. Sextán smáskjálftar mældust u.þ.b. 5 kílómetra austur af Flatey. Fimmtán skjálftar mældust á Þeistareykjasvæðinu, flestir á föstudeginum og var sá stærsti 3 stig. Upp úr miðnætti 2. nóvember var smáhrina á Kolbeinseyjarhrygg sem stóð allan daginn og fram á miðjan dag á þriðjudegi 3. nóvember. Þrjátíu skjálftar mældust, sá stærsti tæp 3 stig. Einn skjálfti varð suðvestur af Jan Mayen og var hann 3 stig.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust 15 skjálftar, flestir undir Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn í jöklinum var tæplega tvö stig. Á svæðinu norðan Vatnajökuls urðu tæplega 30 skjálftar, flestir við Öskju og Herðubreið. Stærsti skjálftinn á þessu svæði var um tvö stig og varð hann í austanverðum Öskjubarmi. Um kl. 20, laugardagskvöldið 7. nóvember urðu þrír skjálftar undir Geitlandsjökli, í vestanverðum Langjökli, og var sá stærsti 2,3 stig. Einn smáskjálfti varð í austanverðum Langjökli.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli urðu um 15 skjálftar, flestir í vesturjöklinum. Stærsti skjálftinn losaði 2 stig og varð hann við Goðabungu. Á Torfajökulssvæðinu voru þrír skjálftar, um og innan við 2 stig að stærð. Í Eyjafjallajökli varð einn smáskjálfti.

Sigþrúður Ármannsdóttir