Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091109 - 20091115, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 303 atburðir, þar af þrjár líklegar sprengingar við Helguvík.

Suðurland

Undir Húsmúla, vestast í Henglinum mældust 95 skjálftar, þar af 80 á miðvikudag og fimmtudag. Þessir skjálftar tengjast niðurdælingu í rúmlega 2 km djúpri borholu skammt fyrir norðan Kolviðarhól.

Reykjanesskagi

Um tugur skjálfta varð á Reykjanesskaga, flestir nærri Krísuvík. Þrír skjálftar mældust skammt frá landi nærri Eldey og Geirfugladrangi. Einn skj¿álfti, 2.3 að stærð varð tæplega 200 km norðaustur af Langanesi.

Norðurland

Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust í hrinu sem varð rúmlega 10 km norður af Grímsey. Stærsti skjálftinn þar var 2.6 að stærð og varð klukkan 10:49 á fimmtudag. Um 30 skjálftar mældust í Öxarfirði, sá stærsti 2.3.

Hálendið

Norðan Vatnajökuls mældust 33 skjálftar, þar af 10 norðan Upptyppinga. Undir Vatnjökli mældust 16 skjálftar, einn í suðaustanverðum Öræfajökli en hinir undir norðanverðum jöklinum, við Bárðarbungu og Kverkfjöll.

Mýrdalsjökull

Um það bil tugur skjálfta mældist undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum og fimm skjálftar á Fjallabakssvæðinu milli Landmannalauga og Heklu.

Einar Kjartansson