Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091214 - 20091220, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í þessari viku voru staðsettir 165 jarðskjálftar. Um 35% þeirra urðu á Suðurlandi. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni Ml -0,8 til 3,4. Sá stærsti varð kl. 14:57:16 þann 17. desember með upptök ~1,5 km SV af Kistufelli við norðvestur Vatnajökul.

Suðurland

Í vikunni mældust rúmlega 17 jarðskjálftar í Ölfusi og var sá stærsti Ml 1,0. Á Hengilssvæðinu urðu 21 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,5 til 1,3.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga urðu sex jarðskjálftar. Sá stærsti mældist Ml 1,5. Jarðskjálfti að stærð 2,7 með upptök ~5,6 km VSV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg varð þann 20. desember kl. 12:54:46.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 18 jarðskjálftar. Rúmlega sex jarðskjálftar mældust NNA af Grímsey, þeir stærstu um Ml 2,1.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul mældust 27 jarðskjálftar. Flestir þeirra áttu uptök undir norðvestanverðum jöklinum, við Bárðarbungu og við Kistufell. Skjálftarnir voru af stærðinni Ml 0,6 til 3,4.

Við Öskju og Herðubreið mældust 12 jarðskjálftar og voru þeir allir undir 2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Í 51. viku mældust 11 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml -0,6 til 2,4.

Fjórir jarðskjálftar mældust undir Eyjafjallajökli.

Matthew J. Roberts