Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091228 - 20100103, vika 53

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 377 skjálftar, þar af um þriðjungur á syðri hluta Krosssprungunnar. Stærsti skjálftinn í vikunni mældist aðfararnótt sunnudags norðaustur af Grímsey af stærð 2,6.

Suðurland

Þó nokkur virkni var á suðurhluta Krosssprungunnar, sér í lagi fyrri hluta vikunnar. Virknin var mest við suðurendann, vestur af Eyrarbakka. Einnig mældust nokkrir skjálftar bæði á Holtasprungunni og á Hestvatnssprungunni auk örfárra annarra skjálfta.

Reykjanesskagi

Út af Reykjanestá, við Eldey, mældust 16 skjálftar í vikunni. Nokkrir skjálftar mældust við Fagradalsfjall, Núpshlíðarháls og við Krísuvík. Tveir skjálftar mældust norður af Brennisteinsfjöllum.

Norðurland

Á Norðurlandi og í Tjörnesbrotabeltinu mældust 91 skjálfti. Einn skjálfti mældist í Bjarnaflagi, 5 við Kröflu og einn við Þeystareyki. Smáhrina varð 2.-3. janúar norðaustan við Grímsey, stærsti skjálftinn mældist 2,6 að stærð. Nokkur virkni var í Öxarfirði seinni part vikunnar, en annars var virknin dreifð um Tjörnesbrotabeltið.

Hálendið

Undir Vatnajökli og hálendinu norður af mældust 78 skjálftar. Á nýjársdag mældust 6 skjálftar á stærðarbilinu 1,0-2,2 í Esjufjöllum. Einn skjálfti mældist á Lokahrygg og 18 í norðanverðri Bárðarbungu. Nokkur virkni var við Herðubreið og örfáir skjálftar mældust við Öskju. Við Fagradalsfjall, sunnan Álftadaldyngju, mældust tveir skjálftar, sem lenda á 15-16 km dýpi. Á svæðinu, sem kennt hefur verið við Hlaupfell mældust 14 skjálftar á 5-7 km dýpi.

Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull

Nokkrir skjálftar mældust undir Eyjafjallajökli, en flestir skjálftanna sem staðsettir voru undir Mýrdalsjökli voru mjög smáir og ill-staðsetjanlegir.

Steinunn S. Jakobsdóttir